Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Ís­lands­meistari í kokteilagerð selur slotið

Grétar Matthíasson, barþjónn og margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, hefur sett íbúð sína við Flétturima í Grafarvogi á sölu. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan máta á liðnum árum. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Helmingur nýrra í­búða ó­seldur í yfir 200 daga

Um það bil 5.000 íbúðir voru á sölu í upphafi septembermánaðar en um er að ræða tvöföldun frá upphafi árs 2023. Þar af voru nýjar íbúðir um 2.000 en um helmingur þeirra hafði verið óseldur í meira en 200 daga.

Innlent
Fréttamynd

Ei­ríkur og Alma selja smekk­lega hæð í Garða­bæ

Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar, og eiginkona hans Alma Jóhanna Árnadóttir, PCC markþjálfi og grafískur hönnuður, hafa sett fallega hæð við Bjarkarás í Garðabæ á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Fögur hæð í frönskum stíl

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Meðalsölutími fast­eigna hundrað dagar

Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu

Óskar Þórðarson, einn stofnenda súkkulaðiverskmiðjunnar Omnom, og eiginkona hans Marta Nowosad, hafa sett fallegt raðhús við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Óttar selur glæsiíbúð í Garða­bæ

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur sett glæsilega íbúð við Löngulínu í Garðabæ á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef al­veg heyrt mun verri hug­myndir en þetta“

Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir.

Innlent
Fréttamynd

Varst þú að kaupa gallaða fast­eign?

Fasteignakaup eru stór fjárfesting og spennandi tímamót í lífi flestra. Það getur því verið mikið áfall fyrir kaupendur að átta sig á því eftir afhendingu að hin nýkeypta fasteign er haldin ágöllum. Þetta er því miður of algengt og því mikilvægt fyrir kaupendur að þekkja rétt sinn og hvernig bregðast skuli við komi þessi staða upp.

Skoðun
Fréttamynd

Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni

Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Glæsihöll Livar og Sverris á Arnar­nesi til sölu

Hjónin, Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT og Sverr­ir Viðar Hauks­son, framkvæmdastjóri hjá BAKO verslunartækni, hafa sett glæsihús sitt við Blikanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum

Það jafnast fátt á við notalega samveru í sumarbústað þar sem kyrrðin og óspillt náttúran er alltumlykjandi. Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt úrval sumarbústaða í öllum stærðum og gerðum.

Lífið
Fréttamynd

Í­búð í Vestur­bænum með mikinn karakter

Við Kvisthaga í Vestubæ Reykjavíkur er að finna rúmgóða og bjarta íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjórbýlishúsi sem var byggt árið 1952. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð undanfarin ár á vandaðan máta. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis

Hjónin Frosti Logason fjölmiðlamaður og Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og áhrifavaldur, hafa fest kaup á 179 fermetra íbúð ásamt bílskúr við Hvassaleiti í Reykjavík. Kaupverðið nam 96 milljónum króna.

Lífið
Fréttamynd

Skorar á verk­taka að lækka íbúða­verð

Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vestur­bænum

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á fallegri tveggja hæða eign við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjónin greiddu 185 milljónir fyrir eignina og var kaupsamningur undirritaður 11. ágúst síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Kaupa glæsihús frænku Patriks

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari, hafa fest kaup á 236 fermetra einbýlishúsi í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Parið keypti húsið af móðursystur Patriks, Rut Helgadóttur og eiginmanni hennar Jóhanni Ögra Elvarssyni.

Lífið
Fréttamynd

Ein­býlis­hús með mögu­leika á maka­skiptum

Við Fagraberg í Hafnarfirði er til sölu glæsilegt einbýlishús sem var byggt árið 1985. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að núverandi eigendur séu í leit að minni eign og makaskiptum. Ásett verð er 179,9 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins selur slotið

Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið