Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.

Innherji
Fréttamynd

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt lánafyrirkomulag varan­leg lausn til að losa um stífluna

Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggjum fyrir síðustu kaup­endur

Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Ill­skiljan­leg við­mið vinni gegn mark­miði Seðla­bankans

Hagfræðingur og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir ýmislegt gagnrýnisvert við ný vaxtaviðmið Seðlabanka Íslands. Hann telur óskýrleika og flækjustig viðmiðsins vinna gegn því að leysa úr óvissu á lána- og fasteignamarkaði og segir óvíst hvort Seðlabankanum takist ætlunarverk sitt. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hver vakir yfir þínum hags­munum sem fasteignaeiganda?

Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur.

Skoðun
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stíl­hrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heið­mörk

Við Maríugötu í Urriðaholti er að finna bjarta 120 fermetra íbúð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 2021. Íbúðin er vel skipulögð og innréttuð af mikilli natni og smekkvísi þar sem fagurfræði ræður ríkjum. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Eitt glæsi­legasta hús Reykja­víkur til sölu

Við Öldugötu í miðborg Reykjavíkur stendur tæplega 400 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1927. Húsið er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi og telst eitt glæsilegasta og virðulegasta hús borgarinnar. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tíu fer­metrar og fagur­rautt

Við Norðurgötu í Tjarnabyggð, í sveitarfélaginu Árborg, stendur sextíu fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1894. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og var flutt í Tjarnabyggð árið 2023. Ásett verð er 61,9 milljónir króna.

Lífið