
Inn í óvissuna
Að undanförnu hafa margir þurft að dusta rykið af bókum um hernaðarlist. Óvissan sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir hefur sennilega aldrei verið meiri. Stríðsyfirlýsingar hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptum verða algengari og þar sem áður var samkomulag og samvinna er nú vantraust og óvinátta.