
Mesta fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum frá því í febrúar
Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu.