Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skortir upp­lýsingar um móður­mál og ís­lensku­kunn­áttu leikskólastarfsfólks

Ekki liggja fyrir upplýsingar um móðurmál þess starfsfólk sem sinnir uppeldi og menntun barna í leikskólum á Íslandi. Hins vegar er allt að þriðjungur starfsfólks sem sinnir umræddum leikskólastörfum innflytjendur í þeim sveitarfélögum þar sem hlutfallið er hvað hæst. Hlutfall innflytjenda segir þó ekkert til um íslenskukunnáttu starfsfólksins enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir að því er fram kemur í svari mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Á­skoranir í iðn­námi Ís­lendinga!

Iðnnám Íslendinga er að öllu jöfnu gott og nánast á pari við Norðurlandaþjóðirnar þegar kemur að inntaki og lengd námsins þar sem iðnnám hér á landi er að jafnaði fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Bætt stjórn­sýsla fyrir fram­halds­skólana

Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Mótum fram­tíðina með sterku skóla­kerfi

Íslenskt skólastarf er ekki aðeins námsvettvangur – það er samfélagssáttmáli um að við viljum byggja framtíðina saman. Þar mynda helstu haghafar skólakerfisins – nemendur, forráðamenn og kennarar – burðarstoðir sem halda kerfinu uppi og knýja það áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Túlkun gagna er á­byrgð

Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­reglan fylgdist með grunn­skólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið.

Innlent
Fréttamynd

Rétt­mæti virðingar á skóla­skyldu?

Þann 20. nóvember síðastliðinn skrifar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, pistil þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af virðingarleysi foreldra gagnvart skólaskyldu og að foreldrar taki leyfi í gríð og erg til að geta sólað sig á baðströndum Tenerife.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun?

Innleiðing nýrra laga um inngildandi menntun er eitt umfangsmesta umbótaverkefni íslensks skólakerfis á síðari árum. Markmiðin eru göfug: að efla snemmtæka íhlutun, styrkja teymisvinnu, samræma þjónustu og tryggja börnum jöfn tækifæri til náms og þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir vita sem nota

Eftir tæp 30 ár sem kennari og skólastjórnandi hef ég séð margt, gert mistök og vonandi lært af þeim. Reynslan og fræðin segja að gott skólastarfi byggir að mestu á eftirfarandi þáttum:

Skoðun
Fréttamynd

Helga Margrét tekur við af Króla

Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæða­sjóður hætti eftir­liti á bíla­stæðum við Land­spítala og HR

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Kæra niður­stöðu lög­reglu að loka rann­sókn á meintu of­beldi

Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld.

Innlent