Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Það er oft sagt að viðhorf séu lykillinn að breytingum. Þegar rætt er um inngildingu og skóla án aðgreiningar verður það strax augljóst: hugmyndafræðin stendur og fellur með því hvernig við í skólunum horfum á og nálgumst fjölbreytileikann. Skoðun 1.10.2025 12:31
Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að hætta frekari viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst og hefur tilkynnt stjórnendum skólans um ákvörðun sína ásamt menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu. Niðurstaðan var samþykkt einróma og gerð að vandlega athuguðu máli. Innlent 1.10.2025 12:12
Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða. Skoðun 30.9.2025 08:31
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Kynjafræði er ekki bara fræðigrein, hún er lykill að réttlátara samfélagi. Með því að læra kynjafræði öðlast nemendur dýpri skilning á jafnrétti, valdatengslum og því hvernig staðalímyndir og mismunun geta haft áhrif á líf okkar allra. Skoðun 25. september 2025 20:02
Stjórnendur sem mega ekki stjórna Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning. Skoðun 25. september 2025 19:00
„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. Innlent 25. september 2025 15:09
Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Innlent 25. september 2025 11:44
Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Ætlum við að byggja miðstýrt skólakerfi þar sem allt nám verður eins alls staðar, eða viljum við viðhalda fjölbreyttu framhaldsskólastigi sem tryggir jafnt gæðamat en gefur líka svigrúm til sérhæfingar og nýsköpunar? Skoðun 25. september 2025 10:02
Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Foreldrar leikskólabarna í Brisbane í Ástralíu efndu til mótmæla á dögunum, þegar leikskólastjórnendur kröfðust 163 þúsund króna fyrir „listaverk“ barnanna. Erlent 25. september 2025 07:12
Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Formaður félags kynjafræðikennara hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins um að í kynjafræði felist innræting hugmyndafræði. Mynd af þingmanninum úr skólastofu sýni að kynjafræðikennarar nýti dæmi úr veruleikanum. Innlent 24. september 2025 20:55
Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Stúdentafélag Háskólans á Akureyri leggst einróma gegn fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Innlent 24. september 2025 16:11
Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer afar hörðum orðum um áform mennta- og barnamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig í þágu framhaldsskóla. Hann segir ráðherrann skorta þekkingu á sínum eigin áformum og líkir þingmálaskrá hans við eyðimörk. Innlent 24. september 2025 15:11
Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Leiðbeinandi á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október næstkomandi, á grundvelli almannahagsmuna. Þá mun hann hafa mátt dúsa í varðhaldi í tíu vikur. Innlent 24. september 2025 12:10
„Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Ungri konu sem er lesblind, með ADHD og einhverf var talin trú um að skólinn væri ekki fyrir hana. Hún segir mikilvægt að börn í sömu stöðu gefist ekki upp. Þrátt fyrir að hafa rétt náð að ljúka grunnskóla og ekki farið í gengum framhaldsskóla útskrifaðist hún úr háskóla í vor. Hún brennur nú fyrir því að hjálpa öðrum í sömu stöðu. Innlent 24. september 2025 09:17
Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Tæp 68 prósent barna í 2. bekk í Reykjavík búa yfir aldurssvarandi hæfni í lestri. Það er niðurstaða Lesmáls 2025, prófs sem metur lestur, lesskilning og réttritun hjá nemendum í 2. bekk. Fjórðungur þátttakenda náði árangri á bilinu 31 til 60 prósent, eða alls 322 nemendur. Þá eru tæp sjö prósent sem náðu 0 til 30 prósent árangri. Innlent 23. september 2025 22:48
Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Skólameistarar framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið af stjórnvöldum um umfangsmiklar kerfisbreytingar á stjórnsýslu framhaldsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þar sem þeir segjast ekki geta stutt breytingarnar í núverandi mynd. Innlent 23. september 2025 16:05
Manneklan er víða Mikið hefur verið rætt um manneklu á leikskólum en minna fer fyrir umræðu um manneklu í frístundastarfi. Skoðun 23. september 2025 09:01
„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir. Innlent 22. september 2025 11:23
Flumbrugangur í framhaldsskólum Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Skoðun 22. september 2025 07:30
Telur áform ráðherra vanhugsuð Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Innlent 21. september 2025 07:44
Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Skoðun 20. september 2025 20:30
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. Innlent 20. september 2025 14:49
Sterkara framhaldsskólakerfi Nýverið kynnti ég hugmyndir um að styrkja framhaldsskólakerfið okkar. Þær byggja á þeirri hugmynd að við getum gert betur, bæði faglega og félagslega, fyrir nemendur og starfsfólk. Þetta snýst um að efla stuðning við alla framhaldsskóla landsins, ekki síst þá minni. Skoðun 20. september 2025 11:00
Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Innlent 19. september 2025 16:20