Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ó­jafn leikur á At­lants­hafi

Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu grein Bill Gates í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30), sem nú fer fram í Brasilíu. Í greininni segir hann að dómsdagsspár um loftslagsmál séu rangar og að loftslagsaðgerðir taki of mikið pláss á kostnað brýnni vandamála – eins og fátækt, hungri og sjúkdómum.

Skoðun
Fréttamynd

Kín­verjar menga mest en standa sig samt best

Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál á tíma­mótum

Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banda­rískir erind­rekar hótuðu evrópskum kollegum sínum

Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum.

Erlent
Fréttamynd

Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið aug­lýst

Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkur orð um sérlausn í flugi

Vísir greindi nýlega frá því að þrír flugrekendur hefðu sótt um svokallaðar viðbótarheimildir til íslenska ríkisins vegna losunar ársins 2025. Umsóknirnar tengjast tímabundinni aðlögun Íslands að breyttum reglum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS), en kerfið tekur til losunar frá flugi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Skoðun
Fréttamynd

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Úrvinnslusjóður svarar Sorpu

Úrvinnslusjóður segir í tilkynningu að gjaldskrá þeirra sé opinber og aðgengileg öllum samningsaðilum. Það hafi því alveg átt að vera Sorpu ljóst að eitt gjald væri fyrir pappa- og pappírsumbúðir og að ekki væri gert ráð fyrir sérmeðhöndlun á drykkjarfernum. Sorpu hefði átt að vera kunnugt um það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Innlent
Fréttamynd

Opnar á að út­vista lofts­lags­mark­miðum Evrópu enn frekar

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug.

Erlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Er­lent flug­félag eitt þriggja sem vill niður­greiðslu á losun frá ís­lenska ríkinu

Ítalskt leiguflugfélag er á meðal þriggja flugfélaga sem hafa sótt um að fá úthlutað losunarheimildum frá íslenska ríkinu. Úthlutunin er hluti af séríslenskri undanþágu frá hertum losunarreglum fyrir alþjóðaflug en ríkissjóður gæti orðið af á sjöunda hundrað milljóna króna í tekjur af sölu heimildanna í ár vegna hennar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metaukning kol­tvísýrings rakin til losunar manna og gróður­elda

Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni.

Erlent