Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

„Stóra og fal­lega“ frum­varp repúblikana á tæpasta vaði

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga

Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins.

Erlent
Fréttamynd

Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. 

Erlent
Fréttamynd

Orð Krist­rúnar vöktu „gott bros“ Banda­ríkja­for­seta

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

„Honum fylgir auð­vitað á­kveðinn ófyrir­sjáan­leiki“

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála.

Erlent
Fréttamynd

Segir vopna­hlé í höfn

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga.

Erlent
Fréttamynd

Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér

Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Banda­ríkin gera á­rásir á Íran

Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn gera loft­á­rásir á Írani

Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til  í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. 

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump

Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vissu er­lendra nem­enda tíma­bundið eytt

Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum.

Erlent
Fréttamynd

Frestar aftur TikTok-banni

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað aftur banni samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum í níutíu daga. TikTok bannið átti fyrst að taka gildi í janúar.

Erlent
Fréttamynd

Á­hlaup ICE og ó­vissan veldur vand­ræðum

Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarn­orku­vopn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“.

Erlent