„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Erlent 30.6.2025 14:56
Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta New York fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu en Zohran Mamdani, borgarstjóraefni Demókrataflokksins, hegðar sér ekki eins og forsetanum þóknast. Erlent 30.6.2025 08:11
Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Írönsk yfirvöld halda í dag jarðarför fyrir um sextíu manns, þar á meðal herforingja og kjarnorkuvísindamenn, sem létust í tólf daga átökunum við Ísrael sem lauk með vopnahléi í vikunni. Donald Trump segir Khameini æðstaklerk ljúga um sigur Írans og segist Trump hafa bjargað lífi æðstaklerksins. Erlent 28.6.2025 08:41
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25. júní 2025 18:12
Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Erlent 25. júní 2025 16:28
Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Innlent 25. júní 2025 13:55
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. Erlent 25. júní 2025 06:54
Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu. Erlent 24. júní 2025 19:52
„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Erlent 24. júní 2025 13:02
Segir vopnahlé í höfn Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga. Erlent 23. júní 2025 22:33
Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni. Erlent 23. júní 2025 22:12
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. Erlent 22. júní 2025 21:24
Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. Erlent 22. júní 2025 09:26
Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Erlent 22. júní 2025 00:01
Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran. Erlent 21. júní 2025 21:03
Tilnefna Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels Fulltrúar Pakistans hafa ákveðið að tilnefna Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf hans í þágu friðarviðræðna á milli Indlands og Pakistan. Indverjarnir eru ekki eins ánægðir með gjörðir forsetans. Erlent 21. júní 2025 13:22
Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. Erlent 21. júní 2025 10:40
Frestar aftur TikTok-banni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frestað aftur banni samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum í níutíu daga. TikTok bannið átti fyrst að taka gildi í janúar. Erlent 19. júní 2025 16:50
Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er þeirrar skoðunar að þörf sé á því að gera kjarnorkurannsóknarstöð Írana í Fordo óvirka. Það þurfi til að koma í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum. Erlent 19. júní 2025 16:28
Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu. Erlent 19. júní 2025 15:19
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. Erlent 19. júní 2025 11:51
Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Erlent 19. júní 2025 10:00
Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Fótbolti 19. júní 2025 06:32
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Erlent 18. júní 2025 22:01