Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

NATO og Rúss­land „aug­ljós­lega“ í stríði

Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti  að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nálgast sam­komu­lag um TikTok

Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir byssumanninn að­hyllast vinstri hug­mynda­fræði

Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni.

Erlent
Fréttamynd

Banda­maður Trumps skotinn til bana á fjöl­mennum við­burði

Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“.

Erlent
Fréttamynd

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent
Fréttamynd

Taka tolla Trumps í flýtimeðferð

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Standa fast á því að undir­skriftin sé ekki Trumps

Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Segja leið­toga Hamas hafa lifað á­rásina af

Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Al­þjóða­kerfinu ekki við­bjargandi og þörf á að­lögun

Ómögulegt er að bjarga núverandi skipan alþjóðamála og ríki Evrópu þurfa að aðlaga sig aftur að lögmáli frumskógarins eða vinna að því að skapa nýtt alþjóðakerfi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem til stendur að birta á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Opin­bera bréf Trumps til Epsteins

Afrit af bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk að gjöf frá vinum sínum þegar hann varð fimmtugur árið 2003 er komið í hendur þingmanna. Bókin inniheldur meðal annars bréf og teikningu frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að bréfið, sem hann skrifaði undir, sé ekki raunverulegt.

Erlent
Fréttamynd

Harð­lega gagn­rýndur af bæði Demó­krötum og Repúblikönum

Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna.

Erlent
Fréttamynd

„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu

Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 

Erlent
Fréttamynd

Segir 26 ríki vilja senda her­menn til Úkraínu

Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki stöðva fjár­veitingar til Harvard

Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir komu her­manna og út­sendara ICE

Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli.

Erlent
Fréttamynd

Biðja hæsta­rétt um flýtimeðferð vegna tolla

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir.

Erlent
Fréttamynd

Trump til­nefnir sendi­herrann nýja

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands.

Innlent