Innlent

Um 10.000 flótta­menn, hælis­leit­endur og fjöl­skyldur þeirra á Ís­landi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigmundur Davíð óskaði upplýsinga um fjölda útlendinga á Íslandi.
Sigmundur Davíð óskaði upplýsinga um fjölda útlendinga á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns og þingmanns Miðflokksins.

Ráðherra segist ekki geta svarað því hversu margir þeirra sem fengið hafa íslenska ríkisborgararétt án þess að hafa hlotið hann við fæðingu eða ættleiðingu séu búsettir á Íslandi, þar sem öflun þeirra gagna kalli á sérvinnslu af hálfu Hagstofunnar.

Sigmundur spurði meðal annars að því hversu margir hefðu búsetu eða dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun voru 4.020 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta í lok árs 2024 og 2.353 á grundvelli alþjóðlegrar verndar og viðbótarverndar.

Þá voru 4.392 einstaklingar með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í lok árs 2024, 1.105 á grundvelli náms og menningarskipta, 1.469 á grundvelli atvinnuþátttöku og 6.183 af öðrum ástæðum, þ.m.t. einstaklingar með ótímabundið dvalarleyfi, breskir ríkisborgarar sem bjuggu á Íslandi fyrir Brexit og einstaklingar með dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×