Innlent Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur. Innlent 22.10.2025 18:01 Viðgerð muni taka einhverja mánuði Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. Innlent 22.10.2025 17:50 „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. Innlent 22.10.2025 17:01 Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt. Innlent 22.10.2025 16:19 Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Félag atvinnurekenda varar eindregið við því að tillögum stýrihóps Reykjavíkurborgar í leikskólamálum verði hrint í framkvæmd. Fjárhagslegir hvatar til þess að stytta dvalartíma barna á leikskóla séu í raun refsing. Innlent 22.10.2025 15:48 Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. Innlent 22.10.2025 14:56 Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar. Innlent 22.10.2025 14:52 Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld. Innlent 22.10.2025 14:40 Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Umferðarteppa hefur myndast í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem varð á öðrum tímanum. Engan þurfti að flytja á sjúkrahús að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.10.2025 13:52 Bein útsending: Verndum vatnið Verndum vatnið er yfirskrift opins fundar um vatnsauðlindina á vegum Samorku sem hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Innlent 22.10.2025 13:30 Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent 22.10.2025 13:17 Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kettlingur, sem fjarlægður var af heimili í byrjun þessa árs eftir að hafa verið beittur þar ofbeldi, fer ekki aftur í umsjá fyrri eiganda. Kettlingurinn var talinn í hættu á heimilinu vegna mikillar óreglu en honum hafði verið haldið í gíslingu af nágranna vegna deilna. Innlent 22.10.2025 13:06 Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun. Innlent 22.10.2025 12:07 „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast. Innlent 22.10.2025 11:53 Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 22.10.2025 11:52 Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna sem upp er komin á Grundartanga eftir bilun sem varð í álverinu á staðnum. Innlent 22.10.2025 11:38 Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Innlent 22.10.2025 10:53 Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Innlent 22.10.2025 10:48 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Innlent 22.10.2025 10:38 „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. Innlent 22.10.2025 09:53 Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Innlent 22.10.2025 09:52 „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin. Innlent 22.10.2025 09:26 Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. Innlent 22.10.2025 07:54 Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Lögreglan hefur fylgt 298 útlendingum úr landi það sem af er ári, eða 33 á mánuði. Um er að ræða fjölgun frá því í fyrra, þegar 248 var fylgt út á fyrstu níu mánuðum ársins. Innlent 22.10.2025 06:35 Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. Innlent 21.10.2025 23:42 Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. Innlent 21.10.2025 23:30 Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Félag sjúkraþjálfara fagnar því í yfirlýsingu að afnumin hafi verið tilvísanaskylda fyrir þjónustu sjúkraþjálfara en telur að í útfærslunni sem kynnt var af ráðuneytinu sé verið að færa vinnu vegna tilvísanna frá læknum á sjúkraþjálfara. Innlent 21.10.2025 22:31 „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Innlent 21.10.2025 22:31 Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur. Innlent 21.10.2025 22:04 Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland Teen, þar sem keppendur eru 16 - 19 ára, hefur ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni á keppnina. Hún segir að keppnin sé að valdefla stúlkur og byggja upp sjálfstraust. Innlent 21.10.2025 22:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur. Innlent 22.10.2025 18:01
Viðgerð muni taka einhverja mánuði Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. Innlent 22.10.2025 17:50
„Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. Innlent 22.10.2025 17:01
Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt. Innlent 22.10.2025 16:19
Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Félag atvinnurekenda varar eindregið við því að tillögum stýrihóps Reykjavíkurborgar í leikskólamálum verði hrint í framkvæmd. Fjárhagslegir hvatar til þess að stytta dvalartíma barna á leikskóla séu í raun refsing. Innlent 22.10.2025 15:48
Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. Innlent 22.10.2025 14:56
Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar. Innlent 22.10.2025 14:52
Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld. Innlent 22.10.2025 14:40
Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Umferðarteppa hefur myndast í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu sem varð á öðrum tímanum. Engan þurfti að flytja á sjúkrahús að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.10.2025 13:52
Bein útsending: Verndum vatnið Verndum vatnið er yfirskrift opins fundar um vatnsauðlindina á vegum Samorku sem hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Innlent 22.10.2025 13:30
Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent 22.10.2025 13:17
Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kettlingur, sem fjarlægður var af heimili í byrjun þessa árs eftir að hafa verið beittur þar ofbeldi, fer ekki aftur í umsjá fyrri eiganda. Kettlingurinn var talinn í hættu á heimilinu vegna mikillar óreglu en honum hafði verið haldið í gíslingu af nágranna vegna deilna. Innlent 22.10.2025 13:06
Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun. Innlent 22.10.2025 12:07
„Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Formaður félags flugumferðastjóri segir vonbrigði hve lítið hafi komið út úr fundi félagsins við fulltrúa samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasamjara í gær. Rúmur sólarhringur er þar til næstu verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra hefjast. Innlent 22.10.2025 11:53
Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 22.10.2025 11:52
Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna sem upp er komin á Grundartanga eftir bilun sem varð í álverinu á staðnum. Innlent 22.10.2025 11:38
Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur. Innlent 22.10.2025 10:53
Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Fyrrverandi þingmaður segist ekkert skilja í því að konur eigi að fá auka frídag á föstudag þegar kvennaverkfall er boðað á fimmtíu ára afmæli þess fyrsta. Hún segist ekki myndu vilja reka fyrirtæki á Íslandi í dag. Innlent 22.10.2025 10:48
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Innlent 22.10.2025 10:38
„Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar. Innlent 22.10.2025 09:53
Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Innlent 22.10.2025 09:52
„Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin. Innlent 22.10.2025 09:26
Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. Innlent 22.10.2025 07:54
Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Lögreglan hefur fylgt 298 útlendingum úr landi það sem af er ári, eða 33 á mánuði. Um er að ræða fjölgun frá því í fyrra, þegar 248 var fylgt út á fyrstu níu mánuðum ársins. Innlent 22.10.2025 06:35
Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. Innlent 21.10.2025 23:42
Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju segir kynfræðslu geta verið hluta af fermingarfræðslu, en þó ekki með þeim hætti sem hún var í Glerárkirkju á Akureyri í höndum Siggu Daggar. Í forgangi í fermingarfræðslu eigi að vera fræðsla um grundvallargildi trúarinnar. Innlent 21.10.2025 23:30
Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Félag sjúkraþjálfara fagnar því í yfirlýsingu að afnumin hafi verið tilvísanaskylda fyrir þjónustu sjúkraþjálfara en telur að í útfærslunni sem kynnt var af ráðuneytinu sé verið að færa vinnu vegna tilvísanna frá læknum á sjúkraþjálfara. Innlent 21.10.2025 22:31
„Þessi starfsemi er komin til að vera“ Dómsmálaráðherra vill skoða að hleypa erlendum veðmálasíðum inn á íslenskan markað. Staðan eins og hún er sé alls ekki góð. Hún hallist ekki að því að banna hluti. Innlent 21.10.2025 22:31
Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur. Innlent 21.10.2025 22:04
Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland Teen, þar sem keppendur eru 16 - 19 ára, hefur ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni á keppnina. Hún segir að keppnin sé að valdefla stúlkur og byggja upp sjálfstraust. Innlent 21.10.2025 22:02
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent