Innlent Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Innlent 12.9.2025 13:26 Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Innlent 12.9.2025 13:04 Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Innlent 12.9.2025 11:54 Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Í hádegisfréttum fjöllum við um starfsmannafund sem boðað var til í morgun hjá flugfélaginu Play. Innlent 12.9.2025 11:36 Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka til meðferðar mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að svipta ellefu ára son sinn lífi í janúar í fyrra. Innlent 12.9.2025 10:42 Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 12.9.2025 10:31 Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. Innlent 12.9.2025 09:51 Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Innlent 12.9.2025 08:40 Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum verður kynnt á opnum fundi á verum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 12.9.2025 08:01 Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í tengslum við húsbrot í gærkvöldi eða nótt, í tveimur aðskildum málum, og þriðja sem er grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. Innlent 12.9.2025 06:35 Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Innlent 11.9.2025 23:02 Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Innlent 11.9.2025 22:03 Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. Innlent 11.9.2025 21:55 Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11.9.2025 21:41 Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Innlent 11.9.2025 21:03 Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga. Innlent 11.9.2025 19:52 Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð. Innlent 11.9.2025 19:22 Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins. Innlent 11.9.2025 18:02 Fjórtán geta búist við sekt Eigendur fjórtán ökutækja geta átt von á sekt vegna stöðubrots í Garðabæ er segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði afskipti af fjölda ökumanna í dag. Innlent 11.9.2025 17:46 Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Skólastjóri segir málið í mjög góðum farvegi. Innlent 11.9.2025 16:56 „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Innlent 11.9.2025 16:55 E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. Innlent 11.9.2025 14:52 „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Innlent 11.9.2025 14:27 Launahækkanir þungur baggi á borginni Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum. Innlent 11.9.2025 13:42 Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59 Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11.9.2025 12:48 Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11.9.2025 11:53 Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárlagafrumvarpið sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mælti fyrir í morgun. Innlent 11.9.2025 11:34 Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Innlent 11.9.2025 10:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Innlent 12.9.2025 13:26
Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum voru kynntar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna í morgun. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir þessi mál hafa setið á hakanum síðustu ár og skortur á rýningu á fjárfestingum erlendra aðila hafa verið ákveðinn akkílesarhæl. Innlent 12.9.2025 13:04
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Innlent 12.9.2025 11:54
Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Í hádegisfréttum fjöllum við um starfsmannafund sem boðað var til í morgun hjá flugfélaginu Play. Innlent 12.9.2025 11:36
Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt að taka til meðferðar mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi fyrir að ráða sex ára syni sínum bana og reyna að svipta ellefu ára son sinn lífi í janúar í fyrra. Innlent 12.9.2025 10:42
Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, mun í dag kynnar áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 12.9.2025 10:31
Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09
Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Fjórtán lykiláherslur Íslands í öryggis- og varnarmálum eru skilgreindar í nýrri skýrslu samráðshóps þingmanna sem lagt er til að hafðar verði að leiðarljósi við mótun varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland. Raunveruleg og aðkallandi öryggisógn steðji að Íslandi sem beri að taka alvarlega. Meðal annars er lagt til að ráðist verið í endurskoðun varnarlaga og skoðað hvort setja eigi sérstaka öryggislöggjöf á Íslandi. Innlent 12.9.2025 09:51
Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Innlent 12.9.2025 08:40
Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum verður kynnt á opnum fundi á verum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 12.9.2025 08:01
Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í tengslum við húsbrot í gærkvöldi eða nótt, í tveimur aðskildum málum, og þriðja sem er grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. Innlent 12.9.2025 06:35
Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Innlent 11.9.2025 23:02
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Innlent 11.9.2025 22:03
Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. Innlent 11.9.2025 21:55
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11.9.2025 21:41
Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Símanotkun við akstur minnkaði umtalsvert á síðasta ári í kjölfar herferðarinnar Ekki taka skjáhættuna. Kostnaður vegna umferðaslysa sem tengd eru símanotkun hleypur á milljörðum árlega en deildarstjóri Samgöngustofu segir vandamálið með þeim stærri í umferðinni í dag. Innlent 11.9.2025 21:03
Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga. Innlent 11.9.2025 19:52
Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð. Innlent 11.9.2025 19:22
Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins. Innlent 11.9.2025 18:02
Fjórtán geta búist við sekt Eigendur fjórtán ökutækja geta átt von á sekt vegna stöðubrots í Garðabæ er segir í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafði afskipti af fjölda ökumanna í dag. Innlent 11.9.2025 17:46
Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla í Reykjanesbæ á þriðjudaginn. Skólastjóri segir málið í mjög góðum farvegi. Innlent 11.9.2025 16:56
„Þetta eru ekki góðar móttökur“ Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Innlent 11.9.2025 16:55
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. Innlent 11.9.2025 14:52
„Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Innlent 11.9.2025 14:27
Launahækkanir þungur baggi á borginni Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum. Innlent 11.9.2025 13:42
Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59
Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Lagt er upp með að ný útgjöld ríkisins verði fjármögnuð með tilfærslum og sparnaði og að vöxtur ríkisútgjalda á næsta ári verði hóflegur. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlögum næsta árs á Alþingi í morgun. Innlent 11.9.2025 12:48
Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Innlent 11.9.2025 11:53
Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárlagafrumvarpið sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mælti fyrir í morgun. Innlent 11.9.2025 11:34
Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Innlent 11.9.2025 10:54