Innlent Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG. Innlent 30.11.2024 11:29 Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist þurfa að halda aftur af sér, svo hún gangi ekki syngjandi um því það liggi svo vel á henni í dag. Hún segist vonast til þess að marka megi skoðanakannanir. Innlent 30.11.2024 11:26 Ölfusá orðin bakkafull af ís Vatnsyfirborð Ölfusár heldur áfram að hækka vegna klakastíflunnar sem hefur myndast í henni. Farvegurinn er nú sagður bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi. Innlent 30.11.2024 11:09 Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. Innlent 30.11.2024 10:44 Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir valið hafa verið auðvelt á kjörstað í morgun, þó hann sé í þeirri skrítnu stöðu að geta ekki kosið sjálfan sig. Innlent 30.11.2024 10:15 „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri. Innlent 30.11.2024 09:15 Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu eftir að tilkynnt var um að hann hefði gengið berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gær. Hann er sagður grunaður um húsbrot, eignaspjöll og vörslu ávana- og fíkniefna. Innlent 30.11.2024 07:46 Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir um sex vikna kosningabaráttu ganga Íslendingar að kjörborðinu í dag, 30. nóvember, og kjósa sér nýtt þing. Innlent 30.11.2024 06:04 Mestu flokkaflakkararnir Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn? Innlent 30.11.2024 02:05 Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Innlent 30.11.2024 00:10 „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. Innlent 29.11.2024 21:14 „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Innlent 29.11.2024 21:01 Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Ís er farinn að hrannast upp aftur í farvegi Ölfusár neðan og við Selfoss. Vegna stíflunnar er vatnshæð árinnar komin upp í fjóra metra og hefur ekki verið hærri síðan árið 2020. Innlent 29.11.2024 20:16 Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti. Innlent 29.11.2024 19:40 Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Innlent 29.11.2024 18:57 Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist. Innlent 29.11.2024 18:01 Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Innlent 29.11.2024 17:49 Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. Innlent 29.11.2024 17:44 Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki. Innlent 29.11.2024 17:22 Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Kosningavaka Stöðvar 2 verður á dagskrá í kvöld í opinni dagskrá og beinni útsendingu. Innlent 29.11.2024 16:16 Næststærsta gosið hingað til Eldgosið sem nú stendur yfir er næststærsta eldgosið hingað til á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun mælist óholl á gönguleiðum við gosstöðvarnar. Gosið heldur áfram með stöðugri virkni og hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest til suðausturs að Fagradalsfjalli. Innlent 29.11.2024 15:41 Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Innlent 29.11.2024 15:38 „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. Innlent 29.11.2024 15:04 Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni. Innlent 29.11.2024 14:32 Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Formenn stjórnmálaflokkanna stóðu sig heilt yfir vel í leiðtogakappræðum í gær, en konurnar stóðu sig best að mati almannatengils. Formaður Miðflokksins kunni að hafa gert sér óleik með því að æsa aðra formenn upp á móti sér. Hann kallar eftir tíðari kappræðum í sjónvarpssal. Innlent 29.11.2024 14:27 Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. Innlent 29.11.2024 14:12 Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Innlent 29.11.2024 13:58 Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 29.11.2024 13:33 Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi. Innlent 29.11.2024 13:33 Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur uppteknum hætti á Facebook og boðaðar nú hákarlaát og segir að í honum sé mikið D-vítamín. Því er hins vegar haldið fram, á móti, að svo sé hreint ekki. Innlent 29.11.2024 13:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG. Innlent 30.11.2024 11:29
Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist þurfa að halda aftur af sér, svo hún gangi ekki syngjandi um því það liggi svo vel á henni í dag. Hún segist vonast til þess að marka megi skoðanakannanir. Innlent 30.11.2024 11:26
Ölfusá orðin bakkafull af ís Vatnsyfirborð Ölfusár heldur áfram að hækka vegna klakastíflunnar sem hefur myndast í henni. Farvegurinn er nú sagður bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi. Innlent 30.11.2024 11:09
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. Innlent 30.11.2024 10:44
Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir valið hafa verið auðvelt á kjörstað í morgun, þó hann sé í þeirri skrítnu stöðu að geta ekki kosið sjálfan sig. Innlent 30.11.2024 10:15
„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri. Innlent 30.11.2024 09:15
Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu eftir að tilkynnt var um að hann hefði gengið berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði í gær. Hann er sagður grunaður um húsbrot, eignaspjöll og vörslu ávana- og fíkniefna. Innlent 30.11.2024 07:46
Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Eftir um sex vikna kosningabaráttu ganga Íslendingar að kjörborðinu í dag, 30. nóvember, og kjósa sér nýtt þing. Innlent 30.11.2024 06:04
Mestu flokkaflakkararnir Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn? Innlent 30.11.2024 02:05
Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. Innlent 30.11.2024 00:10
„Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. Innlent 29.11.2024 21:14
„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Innlent 29.11.2024 21:01
Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Ís er farinn að hrannast upp aftur í farvegi Ölfusár neðan og við Selfoss. Vegna stíflunnar er vatnshæð árinnar komin upp í fjóra metra og hefur ekki verið hærri síðan árið 2020. Innlent 29.11.2024 20:16
Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti. Innlent 29.11.2024 19:40
Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Innlent 29.11.2024 18:57
Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist. Innlent 29.11.2024 18:01
Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Innlent 29.11.2024 17:49
Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla suðurlands, segir miklar gleðifréttir að verkfalli kennara hafi verið frestað. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðan 29. október. Kennsla hefst á ný á þriðjudaginn og mun standa yfir til 20. desember. Innlent 29.11.2024 17:44
Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki. Innlent 29.11.2024 17:22
Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Kosningavaka Stöðvar 2 verður á dagskrá í kvöld í opinni dagskrá og beinni útsendingu. Innlent 29.11.2024 16:16
Næststærsta gosið hingað til Eldgosið sem nú stendur yfir er næststærsta eldgosið hingað til á Sundhnúksgígaröðinni. Gasmengun mælist óholl á gönguleiðum við gosstöðvarnar. Gosið heldur áfram með stöðugri virkni og hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest til suðausturs að Fagradalsfjalli. Innlent 29.11.2024 15:41
Kennaraverkfalli frestað Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Innlent 29.11.2024 15:38
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. Innlent 29.11.2024 15:04
Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni. Innlent 29.11.2024 14:32
Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Formenn stjórnmálaflokkanna stóðu sig heilt yfir vel í leiðtogakappræðum í gær, en konurnar stóðu sig best að mati almannatengils. Formaður Miðflokksins kunni að hafa gert sér óleik með því að æsa aðra formenn upp á móti sér. Hann kallar eftir tíðari kappræðum í sjónvarpssal. Innlent 29.11.2024 14:27
Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. Innlent 29.11.2024 14:12
Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Innlent 29.11.2024 13:58
Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Fundur fólksins, ráðstefna Almannaheilla, verður haldin í Hörpu milli klukkan 14 og 18 í dag. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með samtali milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 29.11.2024 13:33
Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi. Innlent 29.11.2024 13:33
Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur uppteknum hætti á Facebook og boðaðar nú hákarlaát og segir að í honum sé mikið D-vítamín. Því er hins vegar haldið fram, á móti, að svo sé hreint ekki. Innlent 29.11.2024 13:14