Innlent Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Innlent 6.1.2026 13:06 Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista. Innlent 6.1.2026 12:53 Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Innlent 6.1.2026 12:37 Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Í hádegisfréttum fjöllum við um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni en nú stefnir allt í að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. Innlent 6.1.2026 12:23 „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Innlent 6.1.2026 12:13 Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6.1.2026 11:59 Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum. Innlent 6.1.2026 11:38 Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23 Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6.1.2026 10:23 Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 10:20 „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Innlent 6.1.2026 09:58 Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6.1.2026 09:08 Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55 Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala. Innlent 6.1.2026 08:32 Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30 Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir. Innlent 6.1.2026 07:07 „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Innlent 6.1.2026 07:00 Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6.1.2026 06:55 Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. Innlent 5.1.2026 23:21 „Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00 Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið. Innlent 5.1.2026 21:53 Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði ZO-International, eigandi útivistarvöruverslunarinnar Zo-On, fær tjón sem hlaust af bruna í húsnæði verslunarinnar árið 2023 ekki bætt. Forsvarsmaður fyrirtækisins var talinn hafa sýnt af sér svo stórfellt gáleysi í aðdraganda brunans að réttur til bóta taldist ekki fyrir hendi. Innlent 5.1.2026 20:08 Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01 Sprengdu upp klósett í grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni sem sprengdu upp klósett í grunnskóla í efri byggðum Reykjavíkur. Innlent 5.1.2026 18:26 Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Nicolas Maduro forseti Venesúela og eiginkona hans voru leidd fyrir dómara í New York síðdegis. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar sömuleiðis um stöðu mála á alþjóðasviðinu. Innlent 5.1.2026 18:10 Ein brenna í Reykjavík Einungis ein brenna verður haldin í Reykjavík á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar. Brennum hefur farið fækkandi undanfarin ár. Innlent 5.1.2026 17:47 Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveit Landsbjargar voru kölluð út á fimmta tímanum eftir tilkynningu um leka í fiskibát. Eftir að sjó var dælt úr bátnum var honum fylgt til hafnar. Innlent 5.1.2026 17:19 Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Slökkviliðsmenn í Árnessýslu komu álft, sem sat frosin föst við klaka í Ölfusá, til bjargar í dag. Álftinni virðist ekki hafa orðið meint af eftir prísundina og synti ásamt maka sínum í sólarlagið að björgun lokinni. Innlent 5.1.2026 17:02 Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs. Innlent 5.1.2026 16:44 Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Innlent 6.1.2026 13:06
Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista. Innlent 6.1.2026 12:53
Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. Innlent 6.1.2026 12:37
Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Í hádegisfréttum fjöllum við um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins í borginni en nú stefnir allt í að ekkert verði af fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. Innlent 6.1.2026 12:23
„Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Innlent 6.1.2026 12:13
Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6.1.2026 11:59
Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum. Innlent 6.1.2026 11:38
Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23
Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6.1.2026 10:23
Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt eftir klukkan tíu í morgun með mikinn viðbúnað á gatnamótum Laugavegs og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 10:20
„Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Innlent 6.1.2026 09:58
Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6.1.2026 09:08
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55
Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala. Innlent 6.1.2026 08:32
Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Íslenskur fjárfestir stendur nú í óvenjulegri skilnaðardeilu fyrir hæstarétti í Bretlandi þar sem WhatsApp-skilaboð kunna að ráða úrslitum um eignarhald á lúxusfasteign. Innlent 6.1.2026 07:30
Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir. Innlent 6.1.2026 07:07
„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Innlent 6.1.2026 07:00
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. Innlent 6.1.2026 06:55
Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Árið 2025 var það hlýjasta hér á landi frá upphafi mælinga og sérfræðingur veðurstofunnar segir meiri líkur en minni á fleiri hlýindaárum í nánustu framtíð. Hún telur líklegt að fleiri hitamet verði slegin hér á landi á næstu árum. Innlent 5.1.2026 23:21
„Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00
Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið. Innlent 5.1.2026 21:53
Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði ZO-International, eigandi útivistarvöruverslunarinnar Zo-On, fær tjón sem hlaust af bruna í húsnæði verslunarinnar árið 2023 ekki bætt. Forsvarsmaður fyrirtækisins var talinn hafa sýnt af sér svo stórfellt gáleysi í aðdraganda brunans að réttur til bóta taldist ekki fyrir hendi. Innlent 5.1.2026 20:08
Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01
Sprengdu upp klósett í grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um ungmenni sem sprengdu upp klósett í grunnskóla í efri byggðum Reykjavíkur. Innlent 5.1.2026 18:26
Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Nicolas Maduro forseti Venesúela og eiginkona hans voru leidd fyrir dómara í New York síðdegis. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar sömuleiðis um stöðu mála á alþjóðasviðinu. Innlent 5.1.2026 18:10
Ein brenna í Reykjavík Einungis ein brenna verður haldin í Reykjavík á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar. Brennum hefur farið fækkandi undanfarin ár. Innlent 5.1.2026 17:47
Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveit Landsbjargar voru kölluð út á fimmta tímanum eftir tilkynningu um leka í fiskibát. Eftir að sjó var dælt úr bátnum var honum fylgt til hafnar. Innlent 5.1.2026 17:19
Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Slökkviliðsmenn í Árnessýslu komu álft, sem sat frosin föst við klaka í Ölfusá, til bjargar í dag. Álftinni virðist ekki hafa orðið meint af eftir prísundina og synti ásamt maka sínum í sólarlagið að björgun lokinni. Innlent 5.1.2026 17:02
Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs. Innlent 5.1.2026 16:44
Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00