Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta

Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Svona var kynning ríkis­stjórnar á þingmálum vetrarins

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

„Sultaról rit­höfunda enn hert“ í fjár­lögum

Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu.

Innlent
Fréttamynd

„Allir vilja alltaf meira“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“

Innlent
Fréttamynd

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun er­lendra fanga á fimm árum: „Þetta er auð­vitað gríðar­lega hátt hlut­fall“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölgun erlendra fanga stafa meðal annars af fólki sem dvelji ólöglega á landinu sem flytja á á brott og aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Hún setja á laggirnar mælaborð um útlendinga sem dvelja hérlendis þar sem meðal annars hægt verði að sjá hlutfall ákveðinna þjóðerna og atvinnuþátttöku.

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt örorkulífeyriskerfi

Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Skoðun
Fréttamynd

Biðjast ekki af­sökunar

Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi

Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á verk­taka að lækka íbúða­verð

Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum.

Innlent