Orkumál Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu. Innlent 17.1.2025 21:02 Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16.1.2025 22:00 „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00 Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31 Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49 Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. Viðskipti innlent 15.1.2025 10:34 Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Innlent 14.1.2025 10:24 Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. Innlent 13.1.2025 10:25 Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Erlent 10.1.2025 07:02 Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Innlent 7.1.2025 12:42 Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Innlent 6.1.2025 20:00 Átta hagnýt orkuverkefni Helmingur orkunotkunar á Íslandi er raforka, fjórðungur er jarðvarmi, olía notuð innanlands er 15% og olía fyrir millilandaflug er 10%. Samhljómur er um að auka orkuöryggi, draga sem fyrst úr olíunotkun og auka orkunýtni. Skoðun 3.1.2025 14:01 Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið. Skoðun 3.1.2025 10:01 Umsvifin verið mikil hjá Verkís og helstu áskoranir snúið að mönnun Þótt útlit sé fyrir að umsvifin hjá Verkís verði eitthvað minni á nýju ári miðað við fyrri ár þá verður nóg að gera, að mati framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar, en helstu áskoranir fyrirtækisins að undanförnu hafa snúið að mönnun. Hann segir að í starfsemi Verkís verði félagið áþreifanlega vart við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja. Innherji 2.1.2025 12:13 Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Erlent 30.12.2024 11:22 Það tapa allir á orkuskortinum Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Skoðun 30.12.2024 11:01 Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Erlent 29.12.2024 10:36 Orkuverð og sæstrengir Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Skoðun 28.12.2024 15:30 Lærdómar ársins og leiðin fram á við í orkumálum Ljóst varð að þjóðin er að mestu leyti sammála um stöðuna í orkumálum. Að auka þurfi orkuframleiðslu er ekki umdeilt á meðal almennings og engir stórir pólitískir sigrar voru þangað að sækja. Sást vilji þjóðarinnar skýrast í því að flokkar sem settu aukna orkuframleiðslu ofarlega á sínar stefnuskrár enduðu á þingi á meðan þau sem létu málefnið mæta afgangi gerðu það ekki. Umræðan 27.12.2024 09:28 Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín. Viðskipti erlent 23.12.2024 13:18 Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Skoðun 23.12.2024 10:00 Raforka til gagnavera snarminnkað Gagnaver notuðu sextíu prósent minni raforku á þessu ári en í fyrra. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en notkunin hefur einnig dregist saman þar sem rafmyntagröftur er á hraðri útleið. Viðskipti innlent 23.12.2024 10:00 Að sinna orkuþörf almennings Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Skoðun 22.12.2024 10:00 Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Skoðun 19.12.2024 08:33 Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifuðu í dag undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. Nýr jarðstrengur muni leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur. Viðskipti innlent 18.12.2024 19:11 Engar forsendur fyrir því að raforkuverð til heimila „stökkbreytist“ næstu tvö árin Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma. Innherji 18.12.2024 13:35 Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. Viðskipti innlent 18.12.2024 13:03 Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Innlent 18.12.2024 11:37 Hugvekja í raforkuskorti Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Skoðun 18.12.2024 08:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 64 ›
Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu. Innlent 17.1.2025 21:02
Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16.1.2025 22:00
„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Innlent 16.1.2025 13:00
Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31
Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49
Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. Viðskipti innlent 15.1.2025 10:34
Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Innlent 14.1.2025 10:24
Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist sjá tækifæri til þessa að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju einasta þingi á kjörtímabilinu. Hann segir að sér hafi brugðið þegar hann sá hversu lítið síðasta ríkisstjórn gerði til þess að einfalda þunglamalegt leyfisveitingaferli fyrir orkuöflun. Innlent 13.1.2025 10:25
Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni. Erlent 10.1.2025 07:02
Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði línurnar fyrir fyrstu mánuðum þessa kjörtímabils á ríkisstjórnarfundi í morgun. Orkumál eru þar ofarlega á lista og hyggst orkumálaráðherra leggja fram tillögu að rammaáætlun. Innlent 7.1.2025 12:42
Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Innlent 6.1.2025 20:00
Átta hagnýt orkuverkefni Helmingur orkunotkunar á Íslandi er raforka, fjórðungur er jarðvarmi, olía notuð innanlands er 15% og olía fyrir millilandaflug er 10%. Samhljómur er um að auka orkuöryggi, draga sem fyrst úr olíunotkun og auka orkunýtni. Skoðun 3.1.2025 14:01
Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið. Skoðun 3.1.2025 10:01
Umsvifin verið mikil hjá Verkís og helstu áskoranir snúið að mönnun Þótt útlit sé fyrir að umsvifin hjá Verkís verði eitthvað minni á nýju ári miðað við fyrri ár þá verður nóg að gera, að mati framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar, en helstu áskoranir fyrirtækisins að undanförnu hafa snúið að mönnun. Hann segir að í starfsemi Verkís verði félagið áþreifanlega vart við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja. Innherji 2.1.2025 12:13
Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Erlent 30.12.2024 11:22
Það tapa allir á orkuskortinum Hækkandi raforkuverð kemur sér illa fyrir alla. Raforkuverð ræðst almennt af framboði og eftirspurn; sé framboð minna en eftirspurn, hækkar verðið. Íslendingar hafa búið við lágt raforkuverð fram að þessu og er það ekki hvað síst að þakka traustum langtíma samningum við stórnotendur eins og álverin, en þeir samningar lögðu einnig grunninn að raforkuöryggi þjóðarinnar. Skoðun 30.12.2024 11:01
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. Erlent 29.12.2024 10:36
Orkuverð og sæstrengir Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Skoðun 28.12.2024 15:30
Lærdómar ársins og leiðin fram á við í orkumálum Ljóst varð að þjóðin er að mestu leyti sammála um stöðuna í orkumálum. Að auka þurfi orkuframleiðslu er ekki umdeilt á meðal almennings og engir stórir pólitískir sigrar voru þangað að sækja. Sást vilji þjóðarinnar skýrast í því að flokkar sem settu aukna orkuframleiðslu ofarlega á sínar stefnuskrár enduðu á þingi á meðan þau sem létu málefnið mæta afgangi gerðu það ekki. Umræðan 27.12.2024 09:28
Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín. Viðskipti erlent 23.12.2024 13:18
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Landsvirkjun hefur dregið verulega úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en sala fyrirtækisins til gagnavera nemur nú aðeins þriðjungi af því sem hún var árið 2022. Skoðun 23.12.2024 10:00
Raforka til gagnavera snarminnkað Gagnaver notuðu sextíu prósent minni raforku á þessu ári en í fyrra. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera vegna þröngrar stöðu í raforkukerfinu en notkunin hefur einnig dregist saman þar sem rafmyntagröftur er á hraðri útleið. Viðskipti innlent 23.12.2024 10:00
Að sinna orkuþörf almennings Við erum í vanda á orkumarkaði og sumir láta eins og sá vandi komi öllum að óvörum. Við hjá Landsvirkjun höfum þó ítrekað varað við því árum saman að við yrðum að tryggja orku fyrir ört vaxandi samfélag okkar, ef ekki ætti illa að fara. Reyndar hefur Landvirkjun átt góða bandamenn í þessari baráttu í Landsneti, Orkustofnun og Samorku, sem öll sáu að sá dagur myndi renna upp að orkuvinnslugetan héldi ekki í við eftirspurnina. Skoðun 22.12.2024 10:00
Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Skoðun 19.12.2024 08:33
Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins skrifuðu í dag undir samning um tengingu nýrrar kalkþörungaverksmiðju við Langeyri í Súðavík. Nýr jarðstrengur muni leysa af hólmi núverandi loftlínu til Súðavíkur. Viðskipti innlent 18.12.2024 19:11
Engar forsendur fyrir því að raforkuverð til heimila „stökkbreytist“ næstu tvö árin Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma. Innherji 18.12.2024 13:35
Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. Viðskipti innlent 18.12.2024 13:03
Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Innlent 18.12.2024 11:37
Hugvekja í raforkuskorti Almenn umræða um orkuskort á Íslandi er að aukast verulega. Jarðhræringar á Reykjanesi og sögulega lág vatnsstaða í lónum Landsvirkjunar hafa meðal annars undirstrikað þá staðreynd að skortur er á raforku í landinu. Skoðun 18.12.2024 08:30