Innherji

Verðmat Sjóvá helst nánast óbreytt og mælt með að fjárfestar haldi bréfunum
Verðmatsgengi á Sjóvá hefur verið lækkað lítillega eftir uppgjör annars fjórðungs, samkvæmt nýrri greiningu, en hins vegar er sem fyrr mælt með því að fjárfestar haldi bréfunum sínum í tryggingafélaginu í vel dreifðu eignasafni. Óvenju lágt tjónahlutfall skilaði sér í góðri afkomu af tryggingastarfseminni á meðan fjárfestingarhlutinn var undir væntingum.

Nýtt bankaregluverk mun losa um níu milljarða í umframfé hjá Arion
Kjarnatekjur Arion banka, einkum hreinar vaxtatekjur samhliða hækkandi vaxtamun, jukust verulega milli ára á öðrum fjórðungi en niðurstaða uppgjörsins var á flesta mælikvarða langt yfir væntingum greinenda. Stjórnendur áætla núna að fyrirhuguð innleiðing á nýju bankaregluverki á næstu mánuðum muni bæta níu milljörðum króna við umfram eigið fé bankans.

Er kostnaður hlutabréfasjóða of hár hérlendis?
Mikilvægt er að fjarlægja hindranir þannig að almennir íslenskir fjárfestar hafi val um að fjárfesta í sjóðum erlendis. Það myndi stuðla að eðlilegri samkeppni og verða hvatning fyrir rekstraraðila íslenskra sjóða til að gera betur en áður þegar kemur að kostnaði við sjóði.

Kemur ekki á óvart að fjárfestar horfi til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu
Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.

Tekjur af sölu eldsneytis og rafmagns jukust þrátt fyrir mikla lækkun olíuverðs
Rekstur allra rekstrareininga Festi hjá Festi batnaði á öðrum ársfjórðungi, umfram væntingar sumra greinenda, en á meðal þess kom á óvart var aukning í tekjum af sölu eldsneytis og rafmagns þrátt fyrir talsverða lækkun á olíuverði milli ára.

Lækka verðmatið á Icelandair en félagið muni njóta góðs af minni samkeppni
Með þeim áherslubreytingum sem hafa verið boðaðar i rekstri Play, meðal annars að hætta flugi yfir Atlantshafið, þá mun það hjálpa Icelandair að stýra betur leiðarakerfinu og félagið ætti að njóta góðs af minni samkeppni á þeim markaði, að mati greinanda. Uppgjör annars fjórðungs, sem litaðist af ytri áföllum og sterku gengi krónunnar, olli vonbrigðum og hefur verðmat á Icelandair lækkað.

Landsvirkjun ætlar að byrja selja skammtímaorku á markaðstorgum
Landsvirkjun hefur núna sett stefnuna á að hefja sölu á skammtímaorku á markaðstorgum, bæði hjá Vonarskarði og Elmu, en hingað til hefur fyrirtækið selt slíka orku aðeins í gegnum eigin viðskiptavef.

LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik
Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu.

Mæla með kaupum og segja bréf Alvotech „á afslætti í samanburði við keppinauta“
Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.

Hlutabréfasjóðir enn í varnarbaráttu og ekkert bólar á innflæði
Snarpur viðsnúningur í kringum síðustu áramót þegar fjárfestar fóru á nýjan leik að beina fjármagni í hlutabréfasjóði stóð stutt yfir en undanfarna mánuði hafa sjóðirnir fremur þurfa að horfa upp á útflæði samtímis erfiðum markaðsaðstæðum.

Ný útlán til fyrirtækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árshelmingi
Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán.

Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum
Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.

Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu
Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“
Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Verðtryggingarskekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxtatekjum á nýjan leik
Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Stærsti einkafjárfestirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga
Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu.

Róbert selur Adalvo til fjárfestingarrisans EQT fyrir um einn milljarð dala
Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Opið bréf til Kristófers Oliverssonar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu
Kristófer talar ferðaþjónustuna niður þótt gangrýninni sé almennt beint að skipunum. Það er afleitt og kallast beinlínis atvinnurógur á mínu móðurmáli. Hann fer ekki með rétt mál sem er enn verra fyrir mann sem er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.

Þegar fyrirtæki hafa ekki tilgang
Ef við ætlum að búa til traust og arðbær fyrirtæki í íslensku samfélagi, þurfum við ekki einungis að spyrja hvað fyrirtæki gera – heldur af hverju þau gera það. Tilgangur er ekki mjúkt hugtak heldur harður grunnur að ábyrgri, traustri og árangursríkri stjórnun.

Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku
Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.

Skortstöður fjárfesta í bréfum Alvotech eru í hæstu hæðum
Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði.

Útgerðir aflandsskipa sem enga skatta hafa greitt vilja lækkun innviðagjalda
Það mætti ætla að ýmis brýnni verkefni á sviði ferðaþjónustu biði atvinnumálaráðherra en að lækka gjöld á aflandshótel sem eru lítil í samanburði við innlenda keppinauta þeirra.

Engan bilbug að finna á neyslugleði heimila samhliða sterku gengi krónunnar
Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.

Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði
Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi.

Eftir bestu vitund hvers?
„Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum.

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmatsgengi félagsins
Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Nauðsynlegt að bregðast við skertri samkeppnishæfni „án tafar“ eftir sölu ríkisins
Stjórnarformaður Íslandsbanka, sem hefur innleitt hvatakerfi og kaupréttaráætlun með miklum stuðningi hluthafa, segir bankann hafa misst starfsfólk vegna þess að geta ekki boðið samkeppnishæf laun og það hafi því verið nauðsynlegt að bregðast við „án tafar“ eftir að ríkið seldi allan eftirstandandi hlut sinn fyrir skemmstu. Aðeins rétt undir hundrað hluthafar, sem fóru saman með tæplega 37 prósenta eignarhlut, mættu á sérstakan hluthafafund Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar sem var boðaður í því skyni að gera breytingar á starfskjarastefnu félagsins.

Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.

Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins
Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra.