Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Vilja vera einn af vor­boðunum

Hönnunarmars hefur verið settur í sautjánda sinn. Stjórnandi verkefnisins segir risastóra hönnunar- og arkítektúrhátíð fram undan. Yfir hundrað viðburðir eru á dagskrá næstu fimm dagana.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Metnaðar­full mark­mið og stórir sigrar

Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti.

Skoðun
Fréttamynd

„Mikil­vægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“

„Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina.

Menning
Fréttamynd

Fermingardressið fyrir hann

Fermingarnar eru á næsta leiti og undirbúningur fyrir stóra daginn líklega kominn á fullt. Þegar kemur að fatavali drengja eru klassísk jakkaföt og ljós skyrta vinsæll kostur, á meðan aðrir kjósa frekar smartan pólóbol eða peysu við ljósar kakíbuxur. Þá hafa stílhreinir íþróttaskór notið mikilla vinsælda meðal fermingarbarna við sparifötin.

Lífið
Fréttamynd

Orðin þrí­tug og nennir ekkert að pæla í á­liti annarra

„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fermingardressið fyrir hana

Fermingarnar eru á næsta leyti og börnin eru eflaust farin að leita að hinu fullkomna dressi fyrir stóra daginn. Stelpur klæðast oft ljósum flíkum í anda vorsins, en á síðustu árum hefur það færst í aukana að velja föt með smart mynstri. Hér að neðan má finna nokkrar flottar hugmyndir

Lífið
Fréttamynd

Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf

Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París

Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnun: Hið gleymda barn hug­verkaréttinda?

Að skrá hönnun er bæði einföld og ódýr leið til að tryggja vernd á sjónrænum áhrifum hennar og verjast eftirlíkingum. Þegar horft er til þess hugvits og grósku sem finna má hér á landi þá er ljóst að umsóknir um skráningu hönnunar frá íslenskum aðilum eru ekki að skila sér í nægum mæli til Hugverkastofunnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“

„Þegar við vissum að við værum samkynhneigðir en vorum ekki komnir út þá vorum við pínu að fela okkur. Við vildum ekki vekja athygli og klæddum okkur í svart og grátt,“ segja raunveruleikastjörnu tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur. Í dag eru þeir með litríkan og áberandi stíl en þeir eru viðmælendur í þættinum Tískutal.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Enginn nakinn á Óskarnum

Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein­föld ráð fyrir glæsi­legra heimili

Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt.

Lífið
Fréttamynd

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

Lífið
Fréttamynd

Of­býður hvað Reykja­vík er ljót

Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gefið eftir í elegansinum

Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álf­heimum

Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður að­gangur að þing­sal

Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Lífið