Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Hrefna Hrund Eronsdóttir frétti af andláti föður síns þegar hún las um það í dánartilkynningum Morgunblaðsins í gær. Þá hafði faðir hennar þegar verið jarðsunginn. Hvorki hún né fimm systkini Hrefnu fengu því tækifæri til að kveðja hann. Innlent 18.7.2025 15:09
Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis. Erlent 17.7.2025 22:18
Connie Francis er látin Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok. Lífið 17.7.2025 11:19
Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað. Lífið 4. júlí 2025 14:59
Michael Madsen er látinn Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri. Lífið 3. júlí 2025 17:37
Diogo Jota lést í bílslysi Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Fótbolti 3. júlí 2025 08:23
Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2. júlí 2025 17:51
Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Dönsk táningsstúlka sem lést í hestaslysi skammt frá Silkiborg í Danmörku í fyrradag var að teyma íslenskan hest þegar slysið varð. Erlent 2. júlí 2025 11:29
Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019. Erlent 2. júlí 2025 11:28
Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Innlent 1. júlí 2025 14:11
Steini frá Straumnesi látinn Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. Innlent 27. júní 2025 16:19
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27. júní 2025 12:52
Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27. júní 2025 08:13
Fótboltastrákur lést eftir hnéaðgerð Átján ára leikmaður argentínsks fótboltaliðs frá Buenos Aires lifði það ekki af að leggjast undir hnífinn eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum. Fótbolti 27. júní 2025 06:30
Hörður Svavarsson er látinn Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri. Innlent 20. júní 2025 16:25
Frakkar syrgja fótboltagoðsögn Franska fótboltagoðsögnin Bernard Lacombe er látin en hann var 72 ára gamall. Hann er einn mesti markaskorari í sögu frönsku deildarinnar. Fótbolti 18. júní 2025 07:32
Brian Wilson látinn Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tónlist 11. júní 2025 17:04
Fannst látinn í hlíðum Esjunnar Maðurinn sem fannst á Esjunni á fjórða tímanum í dag fannst látinn í hlíðum Kistufells. Innlent 10. júní 2025 18:42
Héldu fjörugt mót í Vík til styrktar ekkju Pálma Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson. Sport 10. júní 2025 15:17
Orri Harðarson er allur Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur, er allur eftir hugdjarfa baráttu við krabbamein. Hann var fæddur 1972 en deyr á laugardaginn 7. júní 2025 í faðmi fjölskyldu sinnar. Orri kenndi sig ætíð við Akranes en fór víða og var meðal annars kjörinn bæjarlistamaður á Akureyri 2017. Innlent 10. júní 2025 13:12
Viðar Símonarson látinn Viðar Símonarson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari karla í handbolta, er látinn. Handbolti 10. júní 2025 11:30
Sly Stone er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn Sly Stone, sem fór fyrir fönksveitinni Sly and the Family Stone, er látinn, 82 ára að aldri. Lífið 10. júní 2025 08:33
Klara Baldursdóttir er látin Klara Baldursdóttir, betur þekkt sem Klara á Klörubar, er látin. Hún var 74 ára að aldri. Hún lætur eftir sig tvo syni. Innlent 6. júní 2025 23:24
Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. Erlent 3. júní 2025 10:31