Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru

Byrjunin hjá Elínu Klöru Þorkelsdóttur í atvinnumennsku hefur gengið eins og í sögu. Sænska handboltaliðið Sävehof hefur nú fagnað sigri í öllum tíu leikjum sínum eftir komu Haukakonunnar sem er í algjöru aðalhlutverki.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik

Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35.

Handbolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn

Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár.

Handbolti
Fréttamynd

Sel­foss úr leik þrátt fyrir sigur

Selfoss lagði AEK Aþenu í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta. Því miður vann AEK Aþena fyrri leik liðanna í Grikklandi og er því komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi frá­bær með Magdeburg í naumum sigri

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leiddu sína menn í Magdeburg til sigurs gegn Hamburg í þýsku Bundeslígunni í handbolta fyrr í dag. Ómar Ingi var í einu orði sagt frábær en leiknum lauk með 29-30 sigri en spilað var í Hamborg.

Handbolti
Fréttamynd

„Það var smá stress og drama“

Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Mar­kaflóð á Akur­eyri

KA vann ÍR í miklum markaleik í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Þá gerðu Þór og Stjarnan jafntefli í opnum og skemmtilegum leik.

Handbolti