Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Vals­liðinu á­fall

Vals­menn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úr­slita­ein­vígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðar­enda hafi verið liðinu áfall.

Handbolti
Fréttamynd

Kolstad kláraði úrslitaeinvígið

Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“

Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Ís­lands­meistara­titlinum

Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu.

Handbolti
Fréttamynd

Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina

„Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Löggan óskaði Hildi­gunni til hamingju

Valur varð í gær Evrópubikarmeistari í handknattleik eftir að hafa lagt spænska liðið Porrino í úrslitaleik. Eftir leik fékk einn leikmaður Vals sérstaka kveðju frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Táraðist vegna ó­lýsan­legrar gleði

Elín Rósa Magnúsdóttir átti stóran þátt í sögulegum Evrópusigri Vals í handbolta en bikar fór á loft eftir sigur í úrslitaleik gegn Porrino frá Spáni á Hlíðarenda. Hún átti erfitt með að koma tilfinningarússibana dagsins í orð.

Handbolti