Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir starfið í húfi hjá Al­freð

Andreas Michelmann, formaður þýska handknattleikssambandsins, segir stöðu Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfara ekki örugga þó að hann sé með samning sem gildi fram yfir HM í Þýskalandi 2027.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingarnir í miklum ham fyrir EM

Íslensku landsliðsmennirnir voru afar áberandi í dag í síðustu umferð þýska handboltans fyrir Evrópumót karla í janúar. Íslendingar voru einnig á ferðinni í þýsku kvennadeildinni, svissneska bikarnum og sænska handboltanum.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en á­fram þjálfari kvenna­liðsins

Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin

Handbolti
Fréttamynd

Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson stýrði Wetzlar til sigurs gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Fyrir leik dagsins hafði Wetzlar tapað ellefu leikjum í röð en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn Rúnars. Loktatölur sex marka sigur Wetzlar, 33-27.

Handbolti
Fréttamynd

Donni fagnaði EM vali með skotsýningu

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil.

Handbolti