EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Alvaran er að hefjast á EM. Ungverjar bíða strákanna okkar í Kristianstad á morgun og það verður alvöru leikur. Handbolti 19.1.2026 17:31
„Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Mildi þykir að ekki færi verr þegar gólfdúkurinn losnaði undan fótum Tékkans Jonas Josef í leik gegn Noregi á EM í handbolta um helgina. Handbolti 19.1.2026 15:17
Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður karlalandsliðsins í handbolta, glímir enn við veikindi og fær ekki að æfa með liðinu enn sem komið er. Handbolti 19.1.2026 14:23
Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti 18.1.2026 23:02
Skýrsla Vals: Haukur í horni Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. Handbolti 18.1.2026 22:32
Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands er undir gríðarlegri pressu að mati sérfræðinga Besta sætisins. Hann fær toppeinkunn hingað til á EM en ekki verður sátt með sömu niðurstöðu og á síðustu stórmótum. Handbolti 18.1.2026 22:17
Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Ísland og Ungverjaland munu mætast í úrslitaleik um það hvort liðið vinni F_riðilinn á EM í handbolta og taki með sér tvö stig í milliriðla. Þetta varð ljóst eftir sigur Ungverja á Ítölum í kvöld. Handbolti 18.1.2026 21:12
EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Það var kátt á hjalla í Kristianstad í kvöld eftir frábæran sigur hjá strákunum okkar gegn Póllandi. Farmiðinn í milliriðilinn er kominn og mótið hefst af alvöru á þriðjudag. Handbolti 18.1.2026 21:04
Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Fulltrúum Evrópska handknattleikssambandsins, þykir það miður að lag eftir króatísku hljómsveitina umdeildu, Thompson, hafi verið spilað í keppnishöllinni í Malmö fyrir fyrsta leik Króata á EM en söngvari hljómsveitarinnar er afar umdeildur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Handbolti 18.1.2026 20:31
Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Orð á borð við „töfrandi“ og „einstakt“ eru mikið notuð núna í tengslum við sögulegan sigur færeyska karlalandsliðsins í handbolta á EM í kvöld. Handbolti 18.1.2026 19:58
Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tveggja mínútna brottvísun, sem Ómar Ingi fékk í seinni hálfleik gegn Póllandi á EM, hafa kveikt í liðinu sem tók af skarið og sigldi heim stórsigri í kjölfarið. Handbolti 18.1.2026 19:16
„Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ „Það tók smá tíma að hrista þá af okkur og við vorum kannski að fara smá illa með boltann og dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Haukur Þrastarson eftir sigur Íslands gegn Pólverjum á EM í handbolta í dag. Handbolti 18.1.2026 19:12
Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Ísland vann átta marka sigur á Póllandi, 23-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta karla. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu Íslendingar yfir Pólverja í þeim seinni. Margir leikmenn Íslands spiluðu skínandi vel í dag. Handbolti 18.1.2026 19:06
Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. Handbolti 18.1.2026 19:01
Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. Handbolti 18.1.2026 18:54
Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Færeyjar unnu sinn fyrsta sigur á stórmóti í handbolta í kvöld þegar að liðið valtaði yfir Svartfjallaland í D-riðli EM. Lokatölur 24-37 og von Færeyja um sæti í milliriðlum lifir. Handbolti 18.1.2026 18:36
Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. Handbolti 18.1.2026 12:32
Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Stuðningsfólk íslenska landsliðsins í handbolta hitar vel upp á stuðningsmannasvæðinu, Fan Zone, í Kristianstad fyrir leik dagsins við Pólland. Handbolti 18.1.2026 14:32
„Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Sérfræðingar TV 2 í Danmörku voru gáttaðir á atvikinu undir lok leiks Þýskalands og Serbíu á EM í handbolta í gær. Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalands, tók leikhlé rétt áður en Þjóðverjar skoruðu og markið var dæmt af. Serbar enduðu á því að vinna leikinn, 30-27, og skildu Þjóðverja eftir í erfiðri stöðu í A-riðli. Handbolti 18.1.2026 11:01
Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna „Það var gott að klára fyrsta leik og fá fílinginn. Það var spenningur og fiðringur að byrja,“ segir Haukur Þrastarson afar sáttur við fyrsta leik Íslands á EM. Handbolti 18.1.2026 10:30
Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið „Staðan er eins. Þeir sem spiluðu eru heilir en Einar Þorsteinn er enn veikur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fyrir æfingu strákanna okkar í gær. Handbolti 18.1.2026 09:33
Stærsta stund strákanna okkar Strákarnir okkar standa í ströngu á EM karla í handbolta þessa dagana. Stærsta stund liðsins hingað til er án vafa þegar liðið vann Ólympíusilfrið í Peking 2008, enda ein minnisverðustu tíðindi í sögu íslenska lýðveldisins, svo notuð séu orð Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta. Handbolti 18.1.2026 09:02
Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ „Það var algjör gæsahúð að fá að upplifa þetta. Þjóðsöngurinn og þessi stemning og orka frá stúkunni sem maður fékk. Þetta var einstakt og ég er klár í meira,“ segir Andri Már Rúnarsson sem þreytti frumraun sína á EM í sigri Íslands á Ítalíu í fyrradag. Hann er klár í meira gegn Pólverjum í dag. Handbolti 18.1.2026 08:02
Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Staða Hauks Þrastarsonar í íslenska landsliðinu var til umræðu í hlaðvarpinu Besta sætinu eftir sigur Íslands á Ítalíu í gær. Sérfræðingar þáttarins segja Ísland ekki hafa efni á því að hafa Hauk ekki í stuði ætli liðið sér langt á mótinu. Handbolti 18.1.2026 07:00
Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Juri Knorr, leikstjórnandi þýska landsliðsins, virtist gagnrýna landsliðsþjálfarann Alfreð Gíslason óbeint í viðtali eftir svekkjandi tap gegn Serbum á EM í kvöld þar sem Alfreð gerði sig sekan um slæm mistök. Handbolti 17.1.2026 23:28