
Handbolti

Aldís með níu mörk í naumum sigri
Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Fréttir í tímaröð

Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn
Handboltalandsliðskonan Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe í 28-25 sigri gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda
Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim í seinni leikinn gegn slóvakíska liðinu MSK Iuventa í undanúrslitum Evrópubikarsins. 25-23 urðu lokatölur en Valur var sex mörkum undir í hálfleik.

Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi
Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur hjá Skanderborg í 26-26 jafntefli gegn Sonderjyske. Á sama tíma skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson eitt mark gegn Ágústi Elí Björgvinssyni í 33-32 sigri Bjerringbro-Silkeborg gegn Ribe-Esbjerg.

Íslendingar í riðli með Færeyingum
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Svartfjallalandi, Portúgal og Færeyjum í undankeppni EM 2026. Dregið var í Cluj-Napoca í Rúmeníu í dag.

„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“
„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir
Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu.

Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari
Andra Jacobsen var allt í öllu þegar Blomberg-Lippe lagði Thuringer í efstu deild kvenna í þýska handboltanum. Aldís Ásta Heimisdóttir er deildarmeistari í Svíþjóð.

Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram
Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku.

„Það er bara einn titill eftir“
Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“
Hafdís Renötudóttir leyfði sér að slá á létta strengi eftir öruggan sex marka sigur Vals gegn Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn
Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Haukum í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 29-23. Með sigrinum tók Valur stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum.

„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“
Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi.

Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“
Landsliðsmaðurinn og varnarsérfræðingurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Hamburg um að koma í sumar frá danska félaginu Fredericia.

Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn
Kosning stendur yfir á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um besta handboltafólk ársins 2024. Danir furða sig á því að markvörðurinn magnaði Emil Nielsen skuli ekki vera tilnefndur og kenna pólitík um.

Aron tekur við landsliði Kúveits
Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson er tekinn við karlalandsliði Kúveits. Hann stýrði áður landsliði Bareins.

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Þrátt fyrir þjóðarsorgina sem ríkir í Norður-Makedóníu, eftir að eldsvoði á skemmtistað kostaði að minnsta kosti 59 manns lífið um helgina, neyddist handboltalið þjóðarinnar til þess að spila gegn Slóveníu í gær í undankeppni EM í handbolta.

Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum
Georgía vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti Bosníu í forkeppni EM 2026 í handbolta í kvöld.

Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu í handbolta unnu afar öruggan 16 marka sigur er liðið tók á móti Tékkum í undankeppni EM 2026.

Mikilvægur sigur Eyjakvenna
ÍBV vann mikilvægan sex marka sigur er liðið sótti Stjörnuna heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum
Færeyska karlalandsliðið í handbolta er í toppsæti síns riðils og á góðri leið inn á Evrópumótið í janúar næstkomandi eftir frábæran útisigur í dag.

ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi
ÍR er komið upp í fjórða sæti í Olís deild kvenna í handbolta eftir sigur á Selfossi í dag.

Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum
Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara héldu sigurgöngu sinni áfram í sænsku kvennadeildinni í handbolta í dag.

Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu í byrjun næsta árs og varð um leið aðeins fimmta þjóðin sem gulltryggir farseðil sinn á EM 2026.