Tíska og hönnun

Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Teyana Taylor er drottning tískuvikunnar í París.
Teyana Taylor er drottning tískuvikunnar í París. Valentina Frugiuele/Getty Images

París iðar af hátísku sem aldrei fyrr og súperstjörnur spóka sig um götur borgarinnar. Tískuvikan er farin á fullt og orkan er engri lík.

Öll heitustu og virtustu tískuhús heims leggja allt í sýningar sínar og vonast til þess að koma með eitthvað splunkunýtt og brakandi ferskt inn í síbreytilegan heim klæðaburðar. 

Nokkrar stjörnur hafa vakið meiri athygli en aðrar fyrir klæðaburð og einstakan stíl. Hér eru þær: 

Teyana Taylor

Leikkonan, dansarinn og hin nýlega Óskarstilnefnda Teyana Taylor er heitasta stjarnan um þessar mundir og yfirlýst tískudrottning Parísar. 

Teyana Taylor ekkert eðlilega glæsileg á sýningu Schiaparelli.Valentina Frugiuele/Getty Images

Hún rokkar Schiaparelli betur en flestir en franska tískuhúsið hefur aldrei verið vinsælla, frumlegra eða heitara. 

Jodie Smith

Breska leikkonan og fyrirsætan Jodie Smith er önnur listagyðja fyrir Schiaparelli og var elegansinn uppmálaður á sýningu tískuhússins í fyrradag. 

Demi More

Þessi leikkona sem átti stórkostlega endurkomu árið 2024 fyrir hlutverk sitt í The Substance er orðin fastagestur á allar heitustu sýningarnar í dag. Hún og Schiaparelli hafa núna sagt og sýnt í verki að hlébarðamynstur taki yfir 2026. 

Dua Lipa

Þær gerast ekki mikið flottari en poppprinsessan Dua Lipa sem er alltaf óaðfinnanlega klædd og tekst sömuleiðis alltaf að vera skemmtileg í fatavali. Hún skein hvað skærast á Chanel sýningunni í fyrradag í truflað flottri grúví pilsadragt.

Kate Moss

Tískudrottning heimsins Kate Moss slær ekki slöku við og heldur áfram að bera af í klæðaburði, áratugi í röð. Hún var stílhrein og gríðarlega smart á sýningu YSL í París. 

Nicole Kidman

Ástralska undrið, leikkonan ástsæla og nýfráskilda tískugyðjan Nicole Kidman hefur fyrir löngu sannað að hún og hátíska er kombó sem segir sex. Henni tekst alltaf að vera klassísk en ofur kúl á sama tíma og það sást vel á sýningu Chanel. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.