Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Streymisveitan Max, sem hét áður HBO Max, hefur fengið nýtt nafn. Hún heitir nú aftur HBO Max. Upprunalega hét streymisveitan HBO Now. Þegar Warner Bros. Discovery varð til árið 2020 fékk hún nafnið HBO Max en árið 2023 var sú ákvörðun tekin að breyta nafninu í Max. Viðskipti erlent 14.5.2025 16:23
Íslenskt sund í New York Þrír ungir Íslendingar í New York eru að vinna að því að opna baðstað að íslenskri fyrirmynd á Manhattan í New York undir merkjunum Sund. Allt það helsta sem finna má í íslenskum sundlaugum og landsmenn kunna að meta verður í boði, nema sjálf sundlaugin. Viðskipti erlent 14.5.2025 09:03
Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum. Viðskipti erlent 13.5.2025 17:01
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. Viðskipti erlent 9.5.2025 07:02
Bretar fyrstir til að semja við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í dag „sögulegan“ viðskiptasamning við Bretland sem opna ætti á aukinn útflutning fyrir Bandaríkjamenn. Bretar urðu þar með fyrstir til að semja við Trump eftir að hann boðaði umfangsmikla tolla í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 8.5.2025 16:05
Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Bandaríska Walt Disney Company og upplifunarfyrirtækið Miral í Abú Dabí ætla sér að opna nýja risa Disney-skemmtigarð í Abú Dabí. Viðskipti erlent 7.5.2025 13:08
Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Forsvarsmenn gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, sem þróar mállíkanið ChatGPT, hafa hætt við ætlanir um umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Til stóð að reka fyrirtækið í hagnaðarskyni í framtíðinni en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að breyta ekki um stefnu og verður fyrirtækinu áfram stýrt af óhagnaðardrifinni stjórn. Viðskipti erlent 6.5.2025 08:11
Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Warren Buffett hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri fyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, við lok þessa árs. Buffett tilkynnti á ársfundi fyrirtækisins að Greg Abel myndi taka við af honum. Buffett er fjórði ríkasti maður heims. Viðskipti erlent 3.5.2025 20:07
Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum. Viðskipti erlent 2.5.2025 13:31
Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. Viðskipti erlent 2.5.2025 11:18
Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna. Viðskipti erlent 2.5.2025 09:14
Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár. Viðskipti erlent 30.4.2025 10:44
Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti. Viðskipti erlent 29.4.2025 11:19
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. Viðskipti erlent 29.4.2025 10:07
Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. Viðskipti erlent 25.4.2025 07:01
Gefur eftir í tollastríði við Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að lækka verulega tolla sem hann hefur beitt Kína. Í einhverjum tilfellum eiga tollarnir á innflutning frá Kína að lækka um meira en helming en Trump hefur ekki tekið lokaákvörðun. Viðskipti erlent 23.4.2025 16:37
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. Viðskipti erlent 23.4.2025 11:39
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti erlent 22.4.2025 22:53
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Viðskipti erlent 22.4.2025 15:29
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. Viðskipti erlent 22.4.2025 14:46
Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Í lok maí 2025 mun Meta hefja þjálfun gervigreindar með því að nýta færslur, myndir og athugasemdir frá notendum Facebook og Instagram í Evrópu. Notendur sem vilja ekki að gögn þeirra verði notuð þurfa að grípa til aðgerða. Viðskipti erlent 22.4.2025 10:45
Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Vinsældir Dúbaí-súkkulaðis, sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum, hafa leitt til heimsskorts á pistasíuhnetum sem eru aðallega ræktaðar í Bandaríkjunum og Íran. Viðskipti erlent 19.4.2025 23:33
Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Viðskipti erlent 16.4.2025 10:50
Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum. Viðskipti erlent 14.4.2025 06:56