Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. Innlent 12.8.2025 16:28
Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Innlent 12.8.2025 16:17
Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf., í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, hafa gert með sér samning um framkvæmd liðskipta-, bak-, kviðsjár-, og brjóstaminnkunaraðgerða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til næstu þriggja ára. Innlent 12.8.2025 15:48
Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju á Akranesi. Innlent 12.8.2025 11:57
Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Hliði verður komið upp við Reynisfjöru sem verður lokað þegar öldugangurinn er sem mestur. Fólk mun þurfa að opna hliðið til að fara niður í fjöruna og verður því meðvitaðara um að verið sé að fara inn á lokað svæði. Innlent 12.8.2025 11:31
B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. Innlent 12.8.2025 11:25
Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Innlent 12.8.2025 10:26
Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Innlent 12.8.2025 09:32
Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og handtók meðal annars mann í miðbænum sem hafði slegið dyravörð hnefahöggi. Innlent 12.8.2025 06:10
Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. Innlent 11.8.2025 21:57
Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Um 5000 tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og talið er að fjöldinn gæti meira en tvöfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir ókyrrð ekki hættulega og slys á fólki eða áhöfn afar fátíð. Innlent 11.8.2025 20:31
Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Þjóðvarðliðar verða sendir út á götur Washington í Bandaríkjunum og löggæsla í borginni færð undir alríkisstjórn. Bandaríkjaforseti kynnti þessa óvenjulegu ráðstöfun á blaðamannafundi í dag. Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum mætir í myndver og fer yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 11.8.2025 18:01
Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu verða á morgun og ný handrit munu líta dagsins ljós. Næstu þrjá mánuði verður Trektarbók Snorra-Eddu til sýnis en hún er komin til landsins eftir fjögur hundruð ára útlegð í Hollandi. Hún er einnig um margt áhugaverð. Hún er talin fornlegasta handrit Snorra-Eddu þó hún sé yngsta handritið meginhandrita Eddunnar. Innlent 11.8.2025 17:25
Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota. Innlent 11.8.2025 16:48
„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. Innlent 11.8.2025 15:36
Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Tilkynnt hefur verið um styttan opnunartíma Sundlaugar Seltjarnarness, sem tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal íbúa um þessi áform, eins og venjan er þegar ráðist er í sparnaðaraðgerðir sem fela í sér þjónustuskerðingu af einhverju tagi. Innlent 11.8.2025 15:04
Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Innlent 11.8.2025 14:32
Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Björgunarsveitarfólk af Austurlandi aðstoðuðu ferðamenn sem lentu í sjálfheldu á Búlandstindi til aðstoðar í gærkvöldi. Töluverður viðbúnaður var í fyrstu þegar þörf var talin á sérhæfðu fjallabjörgunarfólki en ekki reyndist þörf á því á endanum. Innlent 11.8.2025 14:11
Fylla í skörð reynslubolta Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans. Innlent 11.8.2025 13:57
Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 11.8.2025 13:24
„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Innlent 11.8.2025 12:59
Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hammvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. Innlent 11.8.2025 12:47
Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. Innlent 11.8.2025 12:27
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. Innlent 11.8.2025 12:12