Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Átján er saknað eftir að sprenging varð í hergagnaverksmiðju skammt frá Nashville í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gær. Erlent 11.10.2025 12:28
Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. Erlent 11.10.2025 11:44
Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína. Erlent 10.10.2025 23:16
Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Erlent 10.10.2025 10:17
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32
Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Stjórnvöld í Taívan hyggjast reisa loftvarnahjúp til að vernda landið gegn utanaðkomandi ógnum. Þetta tilkynnti William Lai, forseti Taívan, degi eftir að stjórnvöld vöruðu við því að Kínverjar ynnu að því að auka getu sína til að ráðast á landið. Erlent 10.10.2025 07:47
Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Erlent 10.10.2025 06:56
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. Erlent 9.10.2025 22:47
Annar andstæðingur Trumps ákærður Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Erlent 9.10.2025 21:17
Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41
Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Erlent 9.10.2025 17:39
Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Refsing yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákærður fyrir að nauðga Gisele Pelicot meðan hún lá meðvitundarlaus hefur verið þyngd úr níu ára fangelsi í tíu ár. Erlent 9.10.2025 16:27
Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Tilfinningar báru íbúa ofurliði og víða mátti sjá tár á hvarmi á Gasa þar sem margir trúðu ekki eigin eyrum þegar fregnir bárust af því að friðarsamkomulag á milli Hamas og Ísrael væri í höfn. Hið sama var uppi á teningnum í Ísrael þar sem margir ættingjar hafa óttast um örlög gísla sem hafa verið í haldi Hamas síðustu tvö ár. Myndir má sjá neðst í fréttinni. Erlent 9.10.2025 11:07
Von um frið en uggur um efndir Yfirlýst samkomulag milli Ísraels og Hamas um fyrsta áfanga friðarsamninga hefur vakið vonir um tímamót á Gasa en margt er óljóst og framhaldið háð því að báðir aðilar standi undir væntingum. Erlent 9.10.2025 06:36
Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Ísraelar og leiðtogar Hamas hafi komist að samkomulagi um að koma á friði á Gasaströndinni. Öllum gíslum í haldi Hamas verði sleppt innan skamms og Ísraelar fjarlægi hermenn sína í þessum fyrsta fasa samkomulagsins. Erlent 8.10.2025 21:53
Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna. Erlent 8.10.2025 19:01
Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Erlent 8.10.2025 17:54
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. Erlent 8.10.2025 10:05
Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. Erlent 8.10.2025 06:56
Dularfull brotlending nærri Area 51 Lofthelginni yfir hinni leynilegu flugstöð „Area 51“ í Nevada í Bandaríkjunum var lokað í síðasta mánuði eftir að ótilgreint flugfar brotlenti þar nærri. Engan mun hafa sakað en mikil leynd hvílir yfir slysinu og hafa hernaðaryfirvöld varist allra frétta. Erlent 7.10.2025 23:55
Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna í dag að opinberir starfsmenn muni ekki fá greidd laun fyrir þann tíma sem rekstur alríkisins verður stöðvaður. Slíkt hefur alltaf verið gert áður en vika er liðin frá því fjárlög runnu út og virðast þingmenn ekkert hafa náð saman um lausn á deilunni. Erlent 7.10.2025 21:02
Engan óraði fyrir framhaldinu Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. Erlent 7.10.2025 21:00