Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. Erlent 12.8.2025 16:36
Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er meðal þátttakanda Global Sumud Flotilla sem hyggjast sigla til Gasastrandarinnar. Þetta er í annað sinn sem hún heldur af stað til Gasa en síðast var hópurinn stöðvaður af Ísraelsher. Erlent 12.8.2025 15:44
Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Erlent 12.8.2025 13:51
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Erlent 12.8.2025 11:59
Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. Erlent 12.8.2025 06:45
Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Að minnsta kosti einn er látinn, tíu eru slasaðir og eins er saknað eftir stóra sprengingu í stálverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Sprengingin náðist á myndband og virðist hafa verið mjög umfangsmikil. Erlent 11.8.2025 23:15
„Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. Erlent 11.8.2025 22:31
Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir ákvörðun Trump um að kalla út þjóðvarðlið til höfuðborgarinnar mjög óvenjulega og valdabrölt að mörgu leyti. Hann býst við fleiri útspilum eins og þessu frá Trump í framtíðinni. Erlent 11.8.2025 22:07
Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. Erlent 11.8.2025 19:35
Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins. Erlent 11.8.2025 18:19
Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp Ísraelshers á blaðamönnum á Gasaströndinni og sakar Ísraelsmenn um þjóðarmorð. Félagið vill að ríkisstjórn Íslands sýni dug og beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi fyrir mannréttindum. Erlent 11.8.2025 16:59
Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Erlent 11.8.2025 16:16
Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“ Erlent 11.8.2025 15:28
Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu. Erlent 11.8.2025 14:49
Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. Erlent 11.8.2025 14:43
Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Erlent 11.8.2025 13:50
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Erlent 11.8.2025 09:12
Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem hann hyggst tilkynna um aðgerðir til að fegra og tryggja öryggi höfuðborgarinnar Washington D.C. Erlent 11.8.2025 08:40
Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð. Erlent 11.8.2025 07:14
Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Einn er látinn eftir að skjálfti 6,1 að stærð reið yfir í Balikesir-héraði í vesturhluta Tyrklands í gærkvöldi. Erlent 11.8.2025 06:47
Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Áströlsk stjórnvöld hyggjast viðurkenna sjálfstætt ríki Palesínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Erlent 11.8.2025 06:28
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. Erlent 10.8.2025 23:00
Sæti Artúrs logar Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina. Erlent 10.8.2025 22:12
Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Erlent 10.8.2025 21:04
Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Jarðskjálfti upp á 6,1 skók borgina Balıkesir í vestanverðu Tyrklandi í dag. Skjálftinn fannst víða um landið vestanvert og í Istanbúl. Erlent 10.8.2025 18:24