Golf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

McIlroy vann ein­vígið en Spaun fór í vatnið

Norður-Írinn Rory McIlroy hélt upp á St. Patricks Day, eða dag heilags Patreks, með ógleymanlegum hætti í dag. Hann vann nefnilega JJ Spaun af miklu öryggi í þriggja holna framlengingu á Players meistaramótinu.

Golf
Fréttamynd

Tiger syrgir móður sína og sleppir Players

Nú er orðið ljóst að Tiger Woods verður ekki á meðal keppenda á Players meistaramótinu sem hefst næsta fimmtudag á TPC Sawgrass vellinum. Hann hefur undanfarið syrgt móður sína sem lést í síðasta mánuði.

Golf
Fréttamynd

Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina

Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, ætlar sér að snúa aftur á PGA-mótaröðina í golfi þegar Genesis Invitational mótið fer fram um næstu helgi.

Golf
Fréttamynd

Tiger syrgir móður sína

Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, greindi frá því í gær að móðir hans hefði fallið frá. Í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum segir Tiger að móðir sín hafi verið sinn stærsti aðdáandi og mesti stuðningsmaður. 

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur í besta sæti Ís­lendings

Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að rita nýja kafla í íslenska golfsögu, etir að hafa fyrstur íslenskra kylfinga verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack-bikarinn sem fram fór í þessum mánuði.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur vann en Evrópa tapaði

Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun.

Golf
Fréttamynd

Allt jafnt fyrir loka­daginn

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Svíinn Algot Kleen urðu að sætta sig við tvö töp í dag, á öðrum degi Bonallack-bikarsins í golfi. Staðan er engu að síður jöfn í keppninni, sem er á milli úrvalsliðs Evrópu og úrvalsliðs Asíu og Eyjaálfu.

Golf
Fréttamynd

Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunn­laugur nýtur sín meðal þeirra bestu

„Það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir land og heimsálfu, og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ segir Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG og einn aðeins tólf liðsmanna úrvalsliðs Evrópu í Bonallack-bikarnum í golfi. Það gekk ekki áfallalaust hjá honum að komast á mótið.

Golf
Fréttamynd

Sjóð­heitur Gunn­laugur tryggði Evrópu einn sigur

Gunnlaugur Árni Sveinsson, landsliðskylfingur úr GKG, braut blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann keppti í Bonallack-bikarnum fyrir hönd Evrópu. Hann stóð sig frábærlega í fjórbolta og átti heiður að einu stigi fyrir Evrópuliðið.

Golf
Fréttamynd

Gunn­laugur í úr­vals­lið Evrópu og bestur á­samt Huldu

Gunnlaugur Árni Sveinsson og Hulda Clara Gestsdóttir hafa verið útnefnd kylfingar ársins á Íslandi, í fyrsta sinn. Árið endar því heldur betur vel hjá þeim og sérstaklega hinum 19 ára Gunnlaugi sem nú hefur verið valinn í úrvalslið Evrópu fyrir Bonallack Trophy mótið.

Golf