Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 11:02 Kai Trump byrjaði alls ekki vel á sínu fyrsta LPGA-móti. Getty/Brian Spurlock Kai Trump var í miklum vandræðum á fyrsta hringnum sínum á Annika-mótinu og endaði daginn í síðasta sætinu. Trump lét taugarnar fara með sig og lék á þrettán höggum yfir pari í frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún er bara átján ára áhugakylfingur en fékk boð á mótið frá styrktaraðilum en hún er barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Kai Trump hits a massive birdie on a Par 3 in her LPGA Debut 🔥👇🏼This is for all the people that said she only got in because of her last nameShe can play! pic.twitter.com/pPDprCCHN5— TONY™ (@TONYxTWO) November 13, 2025 Taugaveikluð Kai Trump fékk tvo tvöfalda skolla og níu skolla á fyrsta hring sínum í Flórída. Taugaveiklaðri en ég bjóst við „Ég var klárlega taugaveiklaðri en ég bjóst við, en mér fannst ég slá mörg frábær högg þarna úti. Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði,“ sagði Trump. „Og þar sem þetta er fyrsta LPGA-mótið mitt veit ég núna hvernig þetta gengur fyrir sig. Mér fannst ég vera svolítið úr takti í byrjun en náði svo taktinum aftur,“ sagði Trump. Trump hefur aðeins keppt á þremur mótum á þessu ári og er í 461. sæti á styrkleikalista bandaríska unglingagolfsambandsins (American Junior Golf Association). Hún fékk boð frá styrktaraðila til að keppa á Annika-mótinu en lauk fyrsta degi fjórum höggum á eftir næsta keppanda og nítján höggum á eftir efsta manni, Haeran Ryu frá Suður-Kóreu, sem er á sex höggum undir pari. Fékk ráð frá Tiger Woods Kai Trump fékk ráð frá Tiger Woods, fimmtánföldum risameistara, fyrir frumraun sína á LPGA-mótaröðinni en það gerði augljóslega ekki mikið fyrir hana. „Ég var taugaveikluð allan tímann, það er engin spurning,“ sagði Trump. „Mér fannst ég standa mig nokkuð vel miðað við að þetta var í fyrsta skipti og ég var yngsti keppandinn á mótinu. Ég skemmti mér konunglega þarna úti,“ sagði Trump. LPGA-mótaröðin sagði að „stór fylgjendahópur og áhrif“ Trumps hjálpaði til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Hún er með meira en sex milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og setti nýlega á markað eigið fata- og lífsstílsmerki. 18-year-old Kai Trump shoots a 13-over 83 in her LPGA debut. pic.twitter.com/4VWQumyEtu— Golf Digest (@GolfDigest) November 13, 2025 Golf Donald Trump Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Trump lét taugarnar fara með sig og lék á þrettán höggum yfir pari í frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún er bara átján ára áhugakylfingur en fékk boð á mótið frá styrktaraðilum en hún er barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Kai Trump hits a massive birdie on a Par 3 in her LPGA Debut 🔥👇🏼This is for all the people that said she only got in because of her last nameShe can play! pic.twitter.com/pPDprCCHN5— TONY™ (@TONYxTWO) November 13, 2025 Taugaveikluð Kai Trump fékk tvo tvöfalda skolla og níu skolla á fyrsta hring sínum í Flórída. Taugaveiklaðri en ég bjóst við „Ég var klárlega taugaveiklaðri en ég bjóst við, en mér fannst ég slá mörg frábær högg þarna úti. Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði,“ sagði Trump. „Og þar sem þetta er fyrsta LPGA-mótið mitt veit ég núna hvernig þetta gengur fyrir sig. Mér fannst ég vera svolítið úr takti í byrjun en náði svo taktinum aftur,“ sagði Trump. Trump hefur aðeins keppt á þremur mótum á þessu ári og er í 461. sæti á styrkleikalista bandaríska unglingagolfsambandsins (American Junior Golf Association). Hún fékk boð frá styrktaraðila til að keppa á Annika-mótinu en lauk fyrsta degi fjórum höggum á eftir næsta keppanda og nítján höggum á eftir efsta manni, Haeran Ryu frá Suður-Kóreu, sem er á sex höggum undir pari. Fékk ráð frá Tiger Woods Kai Trump fékk ráð frá Tiger Woods, fimmtánföldum risameistara, fyrir frumraun sína á LPGA-mótaröðinni en það gerði augljóslega ekki mikið fyrir hana. „Ég var taugaveikluð allan tímann, það er engin spurning,“ sagði Trump. „Mér fannst ég standa mig nokkuð vel miðað við að þetta var í fyrsta skipti og ég var yngsti keppandinn á mótinu. Ég skemmti mér konunglega þarna úti,“ sagði Trump. LPGA-mótaröðin sagði að „stór fylgjendahópur og áhrif“ Trumps hjálpaði til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Hún er með meira en sex milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og setti nýlega á markað eigið fata- og lífsstílsmerki. 18-year-old Kai Trump shoots a 13-over 83 in her LPGA debut. pic.twitter.com/4VWQumyEtu— Golf Digest (@GolfDigest) November 13, 2025
Golf Donald Trump Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira