Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. Erlent 22.3.2025 14:30
Inn í óvissuna Að undanförnu hafa margir þurft að dusta rykið af bókum um hernaðarlist. Óvissan sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir hefur sennilega aldrei verið meiri. Stríðsyfirlýsingar hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptum verða algengari og þar sem áður var samkomulag og samvinna er nú vantraust og óvinátta. Umræðan 22.3.2025 11:06
Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Viðskipti erlent 21.3.2025 15:56
Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Erlent 19. mars 2025 10:08
Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Bandaríkin eru eina stórveldið í heiminum. Bandaríkjamenn hafa vald til að framkvæma hvað sem þeir ákveða eða vilja gera. Þess vegna verða þeir að hafa sterka siðferðislega ábyrgð að leiðarljósi. Trump er í raun að rífa niður hvernig Bandaríkin fást við heiminn á aðeins tveimur mánuðum í embætti forseta. Skoðun 19. mars 2025 09:01
Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Erlent 19. mars 2025 06:58
Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé. Erlent 18. mars 2025 17:24
Öryggishagsmunir Íslands í viðsjárverðum heimi Evrópu mun væntanlega stafa ógn af Rússum um ófyrirsjáanlega framtíð. Hver framvinda mála verður í Bandaríkjunum er erfiðara að spá um. Íslensk stjórnvöld og almenningur þurfa að vera við öllu búin og ræða um öryggishagsmuni landsins af yfirvegun en ekki fyrirframgefinni afstöðu manna til álitamála sem nú hafa gjörbreyst. Umræðan 18. mars 2025 15:50
Utanríkis- og varnarmál Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað. Skoðun 18. mars 2025 15:00
Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Erlent 18. mars 2025 07:13
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Erlent 17. mars 2025 12:46
Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Erlent 17. mars 2025 09:02
Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 16. mars 2025 22:14
Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður. Erlent 16. mars 2025 16:17
„Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Umfangsmiklar loftárásir Bandaríkjanna á skotmörk í Jemen í gærkvöld urðu nokkrum leiðtogum Húta að bana að sögn þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því að beita Húta „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til þeir létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi. Erlent 16. mars 2025 15:11
Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Bandarískur alríkisdómari meinaði í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að nota lög frá lokum átjándu aldar til að gera auðveldara að flytja farand- og flóttafólk úr landi. Skipaði hann ríkisstjórn Trumps að snúa við flugvélum með fólki sem verið var að flytja úr landi. Erlent 16. mars 2025 14:35
Hver reif kjaft við hvern? Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um alræmdan fréttamannafund sem fram fór í Hvíta húsinu föstudaginn 28.febrúar síðastliðinn. Hann er þegar kominn á spjöld sögunnar. Á honum voru tveir megin gerendur; Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Volodimír Zelenský, forseti Úkraínu, en þó með veigamikilli innkomu varaforsetans, J.D.vance. Skoðun 16. mars 2025 09:30
Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika. Erlent 16. mars 2025 07:44
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15. mars 2025 09:59
Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Erlent 15. mars 2025 07:47
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. Erlent 14. mars 2025 15:52
Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Forsvarsmenn Tesla hafa sent erindi á Jamieson Greer, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, þar sem segir að fyrirtækið styðji „sanngjarna viðskiptahætti“ en að stjórnvöld þurfi að tryggja að aðgerðir þeirra komi ekki niður á innlendum fyrirtækjum. Erlent 14. mars 2025 11:50
Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. Erlent 14. mars 2025 11:38
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. Erlent 14. mars 2025 06:36