Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ „Þetta hafa verið meiri erfiðleikar en gaman síðustu ár,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem naut þess vel að vinna til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Andorra á dögunum eftir töluverða erfiðleika árin á undan. Hún hefur oftar en einu sinni verið nærri því að hætta en vonast nú til að stærsti hjallinn sé að baki. Sport 4.7.2025 10:00
Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. Sport 4.7.2025 07:48
Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Sport 3.7.2025 23:14
„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Sport 27. júní 2025 12:02
„Ef það verður ekki ég þá verður það bara einhver önnur“ Ólympíumeistaranum Faith Kipyegon frá Kenía tókst ekki í kvöld að verða fyrsta konan í sögunni til að hlaupa míluhlaup á undir fjórum mínútum. Sport 26. júní 2025 22:04
„Við vorum að rústa Íslandsmetinu“ Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu boðhlaupi innsiglaði frábæran sigur Íslands í 3. deild Evrópubikarsins í Slóveníu í gær og þau voru líka í miklu stuði eftir frábært hlaup sitt. Sport 26. júní 2025 19:30
Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti tvo frábæra daga á Evrópubikarnum í Maribor í Slóveníu. Fjögur Íslandsmet féllu, stórkostleg stemning myndaðist meðal hópsins og árangrinum var fagnað með miklu fjöri. Sport 26. júní 2025 10:02
Næstum því allt gekk upp hjá íslenska liðinu Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu. Sport 25. júní 2025 19:46
Sjáðu Irmu bæta eigið Íslandsmet í þrístökki Irma Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í þrístökki á seinni keppnisdegi Evrópubikarsins í frjálsum íþróttum í Maribor í Slóveníu í dag. Sport 25. júní 2025 15:31
Eir Chang sló Íslandsmet liðsfélaga síns og Ísland vann 3. deildina Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í dag þegar hún sló metið í 200 metra hlaupi. Íslenska liðið fagnaði sigri og er komið upp í 2. deild. Sport 25. júní 2025 12:20
Átti fullkomið hlaup fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu Andrea Kolbeinsdóttir hefur hlaupið eins og vindurinn og slegið tvö Íslandsmet síðustu vikuna. Hindrunarhlaupið í gær segir hún hafa spilast fullkomlega út, fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu. Sport 25. júní 2025 09:00
Vissu ekki að hún hefði skipt um landslið Ólympíufarinn og spretthlaupsstjarnan Favour Ofili segist ekki lengur ætla að keppa fyrir Nígeríu. Hún ætlar hér eftir að keppa fyrir Tyrkland. Sport 25. júní 2025 06:00
Missti typpið út úr buxunum en náði samt besta tíma ársins Bandaríki grindahlauparinn Chris Robinson náði sínum besta tíma á árinu á móti í Tékklandi í dag en það var þó annað sem stal fyrirsögnunum eftir hlaupið. Sport 24. júní 2025 23:30
Ísland á toppnum eftir fyrri daginn og Andrea með Íslandsmet Íslenska frjálsíþróttalandsliðið stóð sig mjög vel á fyrri degi Evrópubikars sem fer fram þessa dagana í Maribor í Slóveníu. Sport 24. júní 2025 19:45
Fá 500 þúsund dollara fyrir að skipta frá Jamaíka yfir til Tyrklands Jamaísku frjálsíþróttastjörnurnar Roje Stona og Rajindra Campbell hafa skipt um þjóð sem þeir munu keppa fyrir, en þeir munu núna keppa fyrir Tyrkland. Sport 20. júní 2025 21:31
Guggnaði Ólympíumeistarinn? Ekkert verður af spretthlaupi Ólympíumeistarans Noah Lyles og NFL stjörnunnar Tyreek Hill. Lyles hætti við hlaupið á síðustu stundu vegna meðal annars persónulegrea ástæðna. Sport 19. júní 2025 09:21
Búinn að græða 149 milljónir á því að setja heimsmet Svíinn Armand „Mondo“ Duplantis virðist nánast getað bætt heimsmetið í stangarstökki þegar hann vill en Svíinn er líka með peningavit þegar kemur að því að bæta heimsmetið. Sport 17. júní 2025 16:31
Giftu sig í miðju hlaupi Það er eitt að vera með hlaupabakertíuna en allt annað að vilja gifta sig í hlaupaskónum og á meðan þú hleypur hálfmaraþon. Sport 17. júní 2025 14:02
Eva María nálgast Íslandsmet Þórdísar Eva María Baldursdóttir bætti sig á úrslitamóti bandarísku háskólanna um helgina. Sport 16. júní 2025 13:03
Faðir Ingebrigtsen barnanna fékk fimmtán daga dóm Gjert Ingebrigtsen var í morgun dæmdur í fimmtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn barni sínu. Hann var þó sýknaður af því sem hann var sakaður um að hafa gert við son sinn Jakob Ingebrigtsen og sleppur við fangelsi. Sport 16. júní 2025 09:06
Sló heimsmetið „fyrir ömmu sína“ Armand Duplantis sló heimsmetið í stangarstökki í tólfta sinn á ferlinum þegar hann fór yfir 6,28 metra í gær. Sport 16. júní 2025 07:30
Litla systir Duplantis með besta árangur ársins Armand „Mondo“ Duplantis fór í 106. skiptið yfir sex metrana á Demantamóti á Bislett leikvanginum í Osló í gærkvöldi og tryggði sér sigur. Hann var þó ekki sá eini úr fjölskyldunni sem fagnaði góðum árangri í gær. Sport 13. júní 2025 15:17
Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Sport 12. júní 2025 21:32
Fyrrum methafi lést aðeins 28 ára Eliud Kipsang átti bandaríska háskólametið í 1500 metra hlaupi þangað til í ár en nú er hann allur. Sport 12. júní 2025 06:31