„Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa 15. ágúst 2025 06:31 RAX og Árni Johnsen kynntust þegar Árni var blaðamaður á Morgunblaðinu og RAX hóf þar störf. Þegar RAX hóf störf á Morgunblaðinu 16 ára gamall var Árni Johnsen, þá blaðamaður, einn sá fyrsti sem bauð hann velkominn og tókst með þeim mikil vinátta. Þeir urðu fljótlega að teymi blaðamanns og ljósmyndara og fóru í alls kyns svaðilfarir til að afla frétta. Skipsströnd, eldgos, og hvalrekar voru meðal þess sem félagarnir gerðu saman fréttir um. Skugginn af RAX að mynda Árna á nýlegu hrauni úr eldgosi í Kröflu.RAX Ævintýri RAX og Árna leiddu þá einnig til útlanda en þeir eltu eitt sinn eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson til eldfjallaeyjarinnar Krakatá í vísindaleiðangur. Þar þurftu þeir að höggva sér leið með sveðjum í gegnum þykkan skóg til þess að komast upp á eldfjallið. Skógurinn iðaði af lífi en þar mátti finna köngulær, kyrkislöngur, eitraðar margfætlur, og eðlur. RAX og Árni kæla sig við sjóinn eftir krefjandi leiðangur upp á eldfjallið. Árni studdi einnig við RAX þegar hann ákvað að byrja að mynda lífið á norðurslóðum og fór með RAX í eina af fyrstu ferðunum til Grænlands þar sem þeir kynntust veiðimanninum Massana sem var kallaður Kóngurinn í Thule. Þar beitti Árni þeirri aðferð að taka athyglina af RAX svo hann gæti smellt myndum af Massana við leik og störf án þess að hann stillti sér upp fyrir myndavélina. Árni og Massana, Kóngurinn í Thule, á góðri stund.RAX RAX minnist Árna vinar síns í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka eldfjallaeyjuna Krakatá. RAX og Árni Johnsen fengu að slást með í för. Árið 1989 fóru RAX og Árni Johnsen í Landmannalaugar að gera sjö síðna grein í Morgunblaðið um lífið á fjöllum. Þar náði RAX einni af sínum eftirminnilegri myndum þegar fjallkóngurinn Kristinn Guðnason sundreið Rangá með kind i eftirdragi. RAX og Árni Johnsen heimsóttu Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist RAX með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. RAX Eldgos og jarðhræringar Norðurslóðir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Skugginn af RAX að mynda Árna á nýlegu hrauni úr eldgosi í Kröflu.RAX Ævintýri RAX og Árna leiddu þá einnig til útlanda en þeir eltu eitt sinn eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson til eldfjallaeyjarinnar Krakatá í vísindaleiðangur. Þar þurftu þeir að höggva sér leið með sveðjum í gegnum þykkan skóg til þess að komast upp á eldfjallið. Skógurinn iðaði af lífi en þar mátti finna köngulær, kyrkislöngur, eitraðar margfætlur, og eðlur. RAX og Árni kæla sig við sjóinn eftir krefjandi leiðangur upp á eldfjallið. Árni studdi einnig við RAX þegar hann ákvað að byrja að mynda lífið á norðurslóðum og fór með RAX í eina af fyrstu ferðunum til Grænlands þar sem þeir kynntust veiðimanninum Massana sem var kallaður Kóngurinn í Thule. Þar beitti Árni þeirri aðferð að taka athyglina af RAX svo hann gæti smellt myndum af Massana við leik og störf án þess að hann stillti sér upp fyrir myndavélina. Árni og Massana, Kóngurinn í Thule, á góðri stund.RAX RAX minnist Árna vinar síns í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka eldfjallaeyjuna Krakatá. RAX og Árni Johnsen fengu að slást með í för. Árið 1989 fóru RAX og Árni Johnsen í Landmannalaugar að gera sjö síðna grein í Morgunblaðið um lífið á fjöllum. Þar náði RAX einni af sínum eftirminnilegri myndum þegar fjallkóngurinn Kristinn Guðnason sundreið Rangá með kind i eftirdragi. RAX og Árni Johnsen heimsóttu Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist RAX með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule.
RAX Eldgos og jarðhræringar Norðurslóðir Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira