Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Gert til að efla hvatberana og frumurnar

Margrét R. Jónasdóttir heilsu og næringarráðgjafi er vegna of mikillar vinnu í of langan tíma búin að fara í algjört þrot og kulnun oftar en einu sinni. En hún finnur alltaf leiðir til þess að verða betri og jafnvel lækna sig sjálf með ýmsum ráðum. Og Margrét hefur fundið ýmis spennandi heilsutæki sem hún notar heima til þess að hjálpa sér við að laga og lækna ýmsa kvilla.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aukin veikinda­for­föll ekki vegna einstaklingsbundinna vanda­mála

Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra.

Innlent
Fréttamynd

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Innlent
Fréttamynd

Hafa um­breytt lífs­skil­yrðum fólks

Frá árinu 2016 hefur Janus heilsuefling verið í farabroddi hvað varðar forvarnir og heilsueflingu eldri aldurshópa, þar sem hreyfing, fræðsla og vísindi mætast. Markmiðið er einfalt: að styrkja heilsu, bæta lífsgæði og auka vellíðan einstaklinga 60 ára og eldri.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Góðgerlar fyrir jafn­vægi á hverju ævi­skeiði

Danska vörulínan Värn hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og er nú orðin vel þekkt hér á landi. Värn býður upp á mjólkursýrugerla sem eru þróaðir út frá rannsóknum á þarmaflóru og innihalda vandaða bakteríustofna sem styðja líkamann á mismunandi tímum lífsins.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Biostrength er tækni­bylting í styrktarþjálfun

Í upphafi árs kynnti Sporthúsið til sögunnar nýja tækjalínu frá Technogym sem ber heitið Biostrength og er algjör bylting í styrktarþjálfun. Í stað hefðbundinna lóða notast tækin við tölvustýrða, rafseguldrifna mótstöðu sem aðlagar sig sjálfkrafa að líkamsstöðu, getu og markmiðum hvers notanda.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu

Við erum vön því að hugsa um næturserum sem ómissandi hluta af húðumhirðu. Þegar við sofum fær líkaminn loksins næði til að gera við, endurnýja og jafna sig eftir álag dagsins. Næturserum fyrir hár er ein nýjasta og mest spennandi þróunin í faglegri hárumhirðu, þar sem endurnýjun, styrkur, mýkt og viðgerð eiga sér stað á meðan líkaminn hvílir.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hvetja til bólu­setningar vegna inflúensu­far­aldurs

Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun.

Innlent
Fréttamynd

Fal­legu jóla­gjafirnar fást í Maí

Lífstílsverslunin Maí á Garðatorgi selur vandaðar snyrtivörur og skartgripi ásamt sérvöldum gjafavörum. Í sumar flutti verslunin í stærra og glæsilegra rými á Garðatorgi 4 og í kjölfarið stækkaði vöruúrvalið til muna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fékk veipeitrun

Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 

Lífið
Fréttamynd

Vilja koma á óhollustu­skatti

Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.

Innlent
Fréttamynd

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

„Ís­lendingar eru allt of þungir“

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu.

Innlent
Fréttamynd

Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skamm­deginu

Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57.

Innlent