Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 13:40 Útibú Subway í Hamraborg í Kópavogi. Fyrirtækið er eitt af fimm sem Efling sakar um að standa að baki gervikjarasamningi SVEIT og Virðingar. Vísir/Vilhelm Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira