Viðskipti innlent

Skýrt að verndar­ráð­stafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags

Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma.

Viðskipti innlent

Kaup­samningar fleiri í októ­ber þrátt fyrir ó­vissu á lána­markaði

Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða.

Viðskipti innlent

Alvotech tekur dýfu eftir upp­gjör

Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. 

Viðskipti innlent

Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltu­fjár­mögnun

Tekjur lyfjafyrirtækisins Alvotech jukust milli ára og hyggjast stjórnendur nýta sér nýja veltufjármögnun upp á 100 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 12,7 milljarða króna, til að fjármagna áframhaldandi rekstur. Félagið átti 43 milljónir dala í lausu fé í lok september. Rannsóknar-, þróunar- og stjórnunarkostnaður einn og sér nam um 216 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent

Búi sig undir að berja í borðið

Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið.

Viðskipti innlent

Bindur vonir við „plan B“

Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum.

Viðskipti innlent

Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir lyf, sem var hafnað á dögunum. Ábendingar stofnunarinnar eru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setur út á eru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri.

Viðskipti innlent

Spá að stýri­vextir haldist ó­breyttir

Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust.

Viðskipti innlent

Markaðurinn telur taum­haldið of þétt en býst ekki við lækkun

Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember.

Viðskipti innlent

Stöðva rekstur Vélfags

Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu.

Viðskipti innlent

Milljón króna sekt fyrir að reka gisti­heimili án leyfis

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið.

Viðskipti innlent

Lög­leiða þurfi netspilun til að ná stjórn á á­standinu

Umfang ólöglegrar starfsemi á íslenskum peningaleikjamarkaði fer vaxandi og milljarðar streyma úr landi vegna þessa. Á sama tíma eru engin úrræði í boði hérlendis til ábyrgrar spilunar. Lögleiða þarf netspilun hér á landi, ná stjórn á markaðnum, efla neytendavernd, styrkja varnir gegn peningaþvætti og tryggja samfélagslegan ávinning.

Viðskipti innlent

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent

Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Græn­landi

Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni.

Viðskipti innlent

Vélfag hafi í­trekað grafið undan eigin undan­þágu

Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi.

Viðskipti innlent

Hall­grímur Örn og Bára Hlín til atNorth

Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi.

Viðskipti innlent

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár.

Viðskipti innlent

Bird skellt í lás

Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen.

Viðskipti innlent

Fóru með sigur af hólmi í Bret­landi

Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi.

Viðskipti innlent

Blása í lúðra vegna at­vinnu­leysis á Suður­nesjum

Vinnumálastofnun hvetur atvinnuleitendur á Suðurnesjum til að leita til sín. Skráð atvinnuleysi á svæðinu mælist nú yfir 6,5 prósent. Þróunin gefi tilefni til markvissra aðgerða af hálfu Vinnumálastofnunar í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar og um vinnumarkaðsaðgerðir.

Viðskipti innlent