Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfs­kröftum

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­vöru ítalskur veitinga­staður í hjarta borgarinnar

Veitingastaðurinn Grazie Trattoria opnaði í apríl 2022 í glæsilegu nýju húsnæði við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval ítalskra rétta og ekta ítalska og heimilislega stemningu enda er margt starfsfólk frá Ítalíu auk þess sem meðalaldur starfsfólk er hærri en gengur og gerist í veitingageiranum. Grazie Trattoria er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kaffi Ó-le opið á ný

Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar úti­bú Forréttabarsins á kunnug­legum stað

Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búar grátandi og í miklu upp­námi yfir flutningi Kaffi­stofunnar

Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvar fram­kvæmdir við nýja Kaffi­stofu Sam­hjálpar

Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir.

Innlent
Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf
Fréttamynd

Í­búar vilja fella úr gildi starfs­leyfi Hyg­ge vegna mengunar

Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 hafa lagt fram stjórnvaldskæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og krefjast þess að starfsleyfi kaffihússins og bakarísins Hygge við Barónsstíg 6 verði afturkallað. Í kærunni er vísað til þess að sorphirðumál séu í ólestri og að mikil mengun sé frá rekstrinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krafa um betri ensku en ís­lensku reyndust mis­tök

Veitingastaðurinn Saffran auglýsti nýverið eftir starfsfólki en í auglýsingunni var gerð krafa um betri kunnáttu í ensku en íslensku. Innt eftir svörum um þessar áherslur gekkst Saffran við því að um mistök væri að ræða og leiðréttu auglýsinguna.

Menning
Fréttamynd

Skyggnst inn í Hegningar­húsið

Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um.

Innlent
Fréttamynd

Bird skellt í lás

Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Happ­drætti Há­skólans sýknað af tug­milljóna kröfu Catalinu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn.

Innlent
Fréttamynd

Jen­sens Bøfhus lokað

Veitingakeðjan Jensens Bøfhus hefur lokað öllum sínum veitingastöðum í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt viðskiptamiðilsins Børsen. Keðjan var með fimmtán veitingastaði í rekstri en hafði glímt við rekstrarerfiðleika. Staðirnir hafa notið nokkurra vinsælda meðal Íslendinga.

Viðskipti erlent