Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2025 08:02 Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Geðheilbrigði Stéttarfélög Skattar og tollar Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu. Þannig eru styrkir til líkamlegrar endurhæfingar og líkamsræktar, sem hefur forvarnagildi, undanþegnir tekjuskatti upp að ákveðnu marki ár hvert. Það þýðir að félagsfólk VR sem nýtir varasjóð sinn til endurgreiðslu á sundkorti, sjúkraþjálfun eða líkamsrækt fær styrkfjárhæðina að fullu. Félagsfólk sem vill hins vegar nota sjóðinn sinn til að létta undir með þeim mikla kostnaði sem getur hlotist af því að leita sálfræðiþjónustu þarf að greiða skatt af styrknum. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir áratug síðan óskaði VR skýringa frá ríkisskattstjóra á þessu misræmi og hefur verið ljóst að sálfræðiþjónusta getur að mati skattsins hvorki talist til endurhæfingar né forvarna. Nú þegar rannsóknir benda til þess að um 25% fólks á vinnumarkaði glími við geðheilsuvanda og enn fleiri við andlegar áskoranir hlýtur að vera tímabært að taka þessar reglur til endurskoðunar. Að frumkvæði stjórnar VR hef ég tekið málið upp að nýju og sent bréf til fjármálaráðherra þar sem þess er óskað að skattaleg meðferð styrkja félagsins til félagsfólks vegna sálfræðiþjónustu verði sambærileg og styrkja vegna líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Þrátt fyrir að styrkir stéttarfélaga dugi skammt við að mæta útlögðum kostnaði vegna óniðurgreiddrar sálfræðiþjónustu, þá er það engu að síður mikilvægt að andlegri heilsu sé ekki skipað skör lægra en hinn líkamlegu í reiknilíkönum hins opinbera. Greiðslur úr Sjúkrasjóði VR hækka stöðugt vegna geðheilsu og mikið vantar upp á að geðþjónusta sé nægileg og aðgengileg. Almennt telur VR að sálfræðiþjónusta eigi að teljast hluti af heilbrigðisþjónustu og vera gjaldfrjáls þeim sem hennar þarfnast. En á meðan svo er ekki er sjálfsögð krafa að launafólki sé ekki gert að greiða tekjuskatt af styrkjum stéttarfélaga vegna útlagðs kostnaðar við sálfræðiþjónustu. Við bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnar VR. Geðheilsa er líka heilsa! Höfundur er formaður VR.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun