Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar 5. desember 2025 08:47 „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Samgöngur Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar