Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar 5. desember 2025 08:47 „Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Samgöngur Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ferðaþjónusta Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
„Það eru ekki til peningar.“ „Við höfum ekki efni á þessu núna.“ Margur Íslendingur hefur heyrt þessar tvær setningar í gegnum barnæskuna og jafnvel unglingsár sín, en hver hefði átt von á því að þegar sama fólkið væri orðið fullorðið myndi það fá sama svar frá yfirvöldum þegar kemur að nauðsynjum eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, vegagerð og alls konar sem m.a. tengist uppbyggingu á landsbyggðinni. Peningaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar er kannski ekki fréttnæmt en vissulega áhugavert umræðuefni. Af hverju er aldrei til nóg? Ríkisstjórnin virðist oft hugsa um fjárhaginn á svipaða vegu og unglingur sem fékk vinnu í matvöruverslun síðasta sumar og hyggst kaupa bíómiða og skyndibita fyrir vini sína en getur ekki keypt úlpu fyrir veturinn eða lagt neitt til hliðar að viti fyrir bíl eða íbúð. Unglingar sem þessir hafa oft ekki nægilega mikið peningalæsi og enda oft með að spara eyrinn en kasta krónunni. Gott dæmi um hvernig núríkjandi ríkisstjórn gerir slíkt hið sama er gistináttaskatturinn á skemmtiferðaskip. Lítum til Patreksfjarðar þar sem sumarið 2024 komu 29 skip með hópa af ferðamönnum sem ekki bara réðu til sín rútur til þess að keyra þau um suðurfirðina heldur stöldruðu einnig við í bænum og versluðu sér drykki, mat og jafnvel gjafir fyrir ættingja. Sumarið 2025 komu 9 skip, þetta er 68% minnkun í komu skipa og mikið tap fyrir bæjarfélagið og nærliggjandi bæjarfélög, tap sem ríkið hefur ekki bætt upp. Kílómetragjaldið er enn og aftur það sem mætti kalla barnalega skammsýni. Skammsýni sem kemur líklega frá stað sem ætlar vel en er algjört klúður bæði efnahagslega og þegar tekið er tillit til þeirra tæplega 130 þúsund manna sem búa utan höfuðborgarsvæðisins, sem þurfa að keyra lengra en frá Breiðholti í miðbæ Hafnarfjarðar til þess að komast í vinnu. Kílómetragjaldið heggur líka, enn og aftur, að ferðaþjónustu Íslands. Bílaleiguverð hækkar og má þá búast við að ferðafólk keyri líka minna um landið á eigin forsendum eða stytti tímann sem það eyðir á Íslandi. Þeir sem fæða og hýsa ferðamenn að atvinnu og búa fjarri Reykjavík gætu þá búist við rýrnun í tekjum. Rútufyrirtæki sem hafa fjárfest í vistvænum dísel rútum eins og neoplan cityliner sem ber svo kallaðan EEV (extremely economical vehicle) stimpil og Volvo 8900 geta gleymt þeirri hugmynd að sú fjárfesting sé eitthvað sem hagnast bæði þeim og náttúrunni því þeir fá nákvæmlega sama kílómetragjald og gamla rútan sem reykir meira en Eyjafjallajökull árið 2010. Bæði gistináttaskatturinn og kílómetragjaldið eru fyrirbæri sem ekki virðast gefa því gaum að peningaflæði stoppar ekki bara á höfninni eða í Ártúnsbrekkunni. Skammsýnin virðist vera alger ef ekki er tekið tillit til þess að farþegar skemmtiferðaskipa vilja eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki og nýta tíma sinn á landinu í einmitt það. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á bifreiðar, eldsneyti, kílómetragjald, ferðamenn o.s.frv. Skammsýnin hlýtur að vera alger ef ekki er hægt að sjá lengra en flatus skiltið undir Esjunni. Höfundur er meðlimur í stjórn Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar