Heilbrigðismál

Fréttamynd

Mikið á­lag á bráðamóttökunni á Akur­eyri

Gríðarlegt álag er á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri þessa dagana. Starfsfólk biðlar til fólks um að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Fjöldi leitar einnig á Landspítalann og Læknavaktina.

Innlent
Fréttamynd

Þegar Hr. X bjargaði jólunum

Mig langaði að deila smá jóla sögu af því hvernig hinn hjartagóði Hr. X bjargaði mér og gaf mér jólagleði aftur af gjöf í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“

Baldvina Snælaugsdóttir vaknaði eftir heilaskurðaðgerð í október en gat hvorki talað né hreyft sig. Hún man skýrt eftir því þegar læknarnir kölluðu á hana og ljóst var að eitthvað hafði farið alvarlega úrskeiðis. Ísköld kvíðatilfinning hafði hellst yfir hana nokkrum vikum fyrir aðgerðina. Hún sendi neyðarkall til Facebook-vina og bað um baráttustrauma, sem hún trúir að hafi skilað sér á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Nauð­syn að skýra betur hvort eða hve­nær læknar megi rjúfa þagnar­skyldu

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til.

Innlent
Fréttamynd

Lang­varandi ein­angrun ungrar konu gagn­rýnd af Amnesty

Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnar­skyldu

Ekki er að sjá á dómi héraðsdóms í máli Margrétar Löf að langvarandi heimilisofbeldi hennar gagnvart foreldrum sínum hafi verið tilkynnt til lögreglu. Varaformaður velferðarnefndar telur að mögulega þurfi að skýra betur í lögum hvenær heilbrigðisstarfsmenn mega rjúfa þagnarskyldu komi upp rökstudd ástæða til þess.

Innlent
Fréttamynd

Traustur grunnur, ný tæki­færi

Reykjalundur hefur um langt árabil verið burðarás í endurhæfingu á Íslandi. Ræturnar liggja í sterkum gildum, fagmennsku og þjónustu sem hefur mótast af lífi og starfi fjölda sérfræðinga sem helgað hafa sig því að styrkja einstaklinga til betra lífs.

Skoðun
Fréttamynd

Krafta­verk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum

Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Vistunin sé kerfis­bundið brot á mann­réttindum

Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild.

Innlent
Fréttamynd

Vinna að því að koma upp efna­greiningu í neyslurýmum

Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Á­standið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins

Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Að­stæður bág­bornar á spítalanum til að mæta svo miklu á­lagi

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum.

Innlent
Fréttamynd

Sjúk­lingar ekki lengur í bíla­geymslu bráðamóttökunnar

Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið.

Innlent
Fréttamynd

Allt að helmingur barna heima vegna veikinda

Allt að helmingur barna sem eru á leikskólum í borginni hefur verið fjarverandi síðustu vikur vegna veikinda. Leikskólastjóri segist ekki muna eftir öðru eins á rúmlega þrjátíu ára starfsferli.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til bólu­setningar vegna inflúensu­far­aldurs

Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­lundur – lífs­bjargandi þjónusta í 80 ár

Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa þurft að treysta á endurhæfingarþjónustu Reykjalundar. Ég er líka einn af þeim sem kom þangað í veikleika, óvissu og ótta, en gekk út aftur sterkari – bæði andlega og líkamlega.

Skoðun
Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna. Krabbameinsfélagið segir offitu nú einn stærsta orsakavald krabbameina hérlendis sem hægt er að vinna gegn.

Innlent
Fréttamynd

Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun seldra nef­úða á tíu árum: „Maður pantar tölu­verðar birgðir reglu­lega“

Sala nefdropa og -úða gegn kvefi hefur rúmlega tvöfaldast á tíu árum og árið 2024 voru seld yfir fjögur hundruð þúsund slík lausasölulyf. Hvorki háls-, nef- og eyrnalæknir né lyfjafræðingur hafa tekið eftir sérstakri fjölgun tilfella þeirra sem eru háðir spreyjunum. Lyfjafræðingurinn segir þó lyfið vera það vinsælasta á eftir almennum verkjalyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Slæm um­hirða augnlinsna geti leitt til al­var­legs augnsjúkdóms

Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa.

Innlent
Fréttamynd

Skinka og sígarettur

Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki.

Skoðun