Heilbrigðismál

Fréttamynd

Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna

Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Að eldast á Ís­landi

„Að eldast á Íslandi“ er yfirskrift fjórða fundarins í fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Heilsan okkar. Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 og 13 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Ber fyrir sig minnis­leysi á verknaðarstundu

Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað.

Innlent
Fréttamynd

Hefja á­tak í HPV-bólu­setningu í vetur

Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum.

Innlent
Fréttamynd

Fæstir bera nægi­lega mikið af sólar­vörn á sig

Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel.

Innlent
Fréttamynd

Þing í þágu kvenna

Við þingmenn setjum ekki bara lög og rífumst í spjallþáttum. Við gegnum líka mjög mikilvægu eftirlitshlutverki með stjórnvöldum. Það gerum við m.a. með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra á Alþingi. Þessu eftirlitshlutverki tek ég alvarlega og legg reglulega fram fyrirspurnir bæði til skriflegs og munnlegs svars.

Skoðun
Fréttamynd

„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungu­mál“

Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu.

Innlent
Fréttamynd

Árangur Eden stefnunnar - fimm­tán ára saga á Ís­landi

Um 2010 var hafið starf í anda Eden stefnunnar (Eden Alternative) hér á Íslandi. Mikill áhugi hafði þá verið um árabil á breyttum aðferðum í öldrunarþjónustu og margir að skoða heppilega, leiðbeinandi hugmyndafræði til að starfa eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Eins og að vera fangi í eigin líkama

„Það var áfall að átta sig á að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti bara barist í gegnum eða hrist af mér eins og ég hafði alltaf gert áður. Þetta kollvarpaði öllu sem ég þekkti í lífinu,“ segir Bjarndís Sara Breiðfjörð sem fyrir sjö mánuðum greindist með FND (Functional neurological disorder), sjúkdóm sem er bæði lítið þekktur og oft misskilinn – bæði af almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Einkenni FND eru fjölbreytt og yfirþyrmandi og koma fram sem skjálfti, skyntruflanir, krampar, flogaköst- og lömunarverkir, sem Bjarndís lýsir sem óbærilegum.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífs­hættu”

Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing.

Innlent
Fréttamynd

Lé­legir ís­lenskir læknar...eru ekki til!

Í dag fögnum við Degi íslenskra lækna og fæðingardegi Bjarna Pálssonar (f. 17. maí 1719) fyrsta Íslendingsins sem lauk læknanámi. Á þessum degi er vert að staldra við og leiða hugann að framlagi lækna til íslensks samfélags, framlagi sem seint verður fullmetið að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

NÓG ER NÓG – Heil­brigðis­kerfið er í neyðar­á­standi

Heilbrigðiskerfið á Íslandi stendur á brauðfótum. Ástandið á bráðamóttökunni í Fossvogi er orðið ómannúðlegt – og það eru engar ýkjur. Sjúklingar með alvarleg veikindi þurfa gjarnan að bíða klukkustundum saman, jafnvel sólarhringum, við óboðlegar aðstæður í þröngu og yfirfullu rými.

Skoðun