Heilbrigðismál

Fréttamynd

Stöðvar fram­kvæmdir við nýja Kaffi­stofu Sam­hjálpar

Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkubætur eru nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Gjörunnin mat­væli skað­leg öllum líf­færum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“

Gjörunnin matvæli skaða öll helstu líffærakerfi mannslíkamans og eru gríðarleg ógn við heilsu manna á heimsvísu samkvæmt viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á unnum matvælum til þessa. Næringarfræðingur segir þessi tímamót sýna að það sé kominn tími til að vakna. Dæmi um gjörunnin matvæli sem margir telja hollustusamleg og heilnæm eru morgunkorn og próteinstykki.

Innlent
Fréttamynd

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Innlent
Fréttamynd

Opnar sig um dulið fóstur­lát

„Við lentum í þeirri leiðinlegu reynslu að ganga í gegnum fósturlát núna fyrir rétt rúmum tveimur vikum,“ skrifar listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir í Instagram-færslu um dulið fósturlát sem hún og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, gengu í gegnum. 

Lífið
Fréttamynd

Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi

Karlmaður á sextugsaldri sem hefur starfað sem læknir fær ekki sviptingu starfsleyfis fellda úr gildi. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest sviptingu Embættis landlæknis á starfsleyfi hans sem læknir. Ástæðan er sögð sú að hann vanrækti skyldur sínar. Ráðuneytið segir ljóst að læknirinn axli enga ábyrgð heldur kenni kollegum eða sjúklingum um eigin mistök.

Innlent
Fréttamynd

Sí­fellt yngra fólk að greinast með heila­bilun

Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap.

Innlent
Fréttamynd

Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir

Flensan er fyrr á ferðinni í ár en síðustu ár og sífellt fleiri tilfelli eru að greinast. Nokkuð er um veikindi í samfélaginu vegna flensunnar og álagið hefur aukist hjá heilsugæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Mislingafaraldurinn í Banda­ríkjunum breiðir úr sér

Mislingafaraldur sem hófst í samfélagi mennóníta í Texas og dreifðist til Oklahoma og Nýju Mexíkó, hefur nú verið tengdur við hópsmit í Utah og Arizona. Mislingar hafa greinst í alls 43 ríkjum.Þrír hafa látist af völdum mislinga á árinu.

Erlent
Fréttamynd

Hver vill eldast ?

Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn of­beldi

Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja.

Innlent
Fréttamynd

Ára­tugir af ó­vissu enduðu með einni setningu í ræktinni

„Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri.

Lífið
Fréttamynd

Missir úr skóla og tekur ekki þátt í fé­lags­lífi eftir að vökva­gjöf var hætt

Eva Birgisdóttir var fyrir ári síðan greind með POTS-heilkennið. Hún byrjaði í framhaldsskóla í haust en nær aðeins að mæta tvo eða þrjá daga í viku eftir að hún hætti að komast í reglulega vökvagjöf. Birgir, faðir Evu, hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um kostnaðarþátttöku, sérstaklega á meðan vinnuhópur er enn við störf og engar aðrar lausnir eða meðferðir eru í boði.

Innlent
Fréttamynd

Skortir lækna í Breið­holti

Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Sykur­sýki snýst ekki bara um tölur

Ár hvert er þessi dagur tileinkaður einstaklingum sem lifa með sykursýki en hópur þeirra fer ört vaxandi. Sjúkdómurinn snertir marga og hefur mikil áhrif á tilveru þeirra sem lifa með honum.

Skoðun
Fréttamynd

Sið­laus markaðsvæðing í heil­brigðisþjónustu

Frá níunda áratug síðustu aldar hefur vestrænum ríkjum verið innrætt sú hugmynd að einkavæðing sé leið að hagkvæmni og gæðum. Bretland, Bandaríkin og síðar Norðurlöndin tóku upp stefnu sem fólst í að flytja ábyrgð heilbrigðisþjónustu frá ríki til einkaaðila, undir formerkjum „valfrelsis“.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er. 

Innlent
Fréttamynd

Safnar undir­skriftum til varnar síðdegisbirtunni

Stærðfræðingur hefur stofnað undirskriftalista til verndar síðdegisbirtunni í tilefni af umræðum um mögulegar breytingar á klukkunni hér á landi. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­lundur á tíma­mótum

Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur.

Innlent