Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar 5. desember 2025 13:32 Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður býr á Írlandi. Hér, innan írska lýðveldisins, eru formlega töluð tvö tungumál: írska, einnig kölluð gelíska, og enska. Ég hef þó aldrei verið ávarpaður á írsku. Ég hef einungis tvisvar sinnum heyrt hana talaða á förnum vegi. Samt sé ég hana á hverjum degi. Allar opinberar upplýsingar þurfa nefnilega að vera á bæði írsku og ensku. Í upphafi átjándu aldar talaði meirihluti fólks hér írsku. Í dag tala þó aðeins rúmlega 2% tungumálið daglega, þó svo að töluvert fleiri skilji það og geti tæknilega séð talað það upp að einhverju marki. Tungumál þetta glataðist ekki meðal meirihluta þjóðarinnar. Því var eytt á einbeittan hátt á átjándu og nítjándu öld undir hnefa breska heimsveldisins. Breskum heimsvaldasinnum tókst þó ekki ætlunarverk sitt. Írska og gelísk menning sótti aftur í sig veðrið undir lok nítjándu aldar. Eftir stofnun írska fríríkisins árið 1922 var írska gerð að „fyrsta“ tungumáli, á undan ensku, og var stjórnarskráin frá árinu 1937 jafnframt samin á írsku. Á sama tíma var tungumálið gert að skyldufagi í grunnskólum. Allt skyldi vera á írsku, og síðan ensku. Hægt og rólega fram til tuttugustu og fyrstu aldar var írskan sett í fyrsta sæti á opinberum vettvangi. Í gegnum árin hefur tungumálið þó verið kennt á máta sem valdið hefur því að það hefur enn ekki náð sínum fyrri hæðum. Ástæðan er mögulega sú að eftir að ensku hafði verið þröngvað upp á stóran hluta þjóðarinnar, sneri hún vörn í sókn á tuttugustu öld og gerði málið að sínu með einstökum rithöfundum, leikskáldum og tónlistarfólki. Hér er um að ræða Híbernó-enskuna, sem er ráðandi hér í dag og býr jafnframt yfir miklum svæðisbundnum blæbrigðum. Á Írlandi var lögum og ofbeldi beitt til að bæla niður írskuna. Á Íslandi er sagan önnur. Við vorum svo heppin að Aldinborgarkonungar Dana reyndu aldrei að eyða íslenskunni, þó svo að danska hafi lengi vel verið ráðandi innan stjórnkerfis okkar. Eftir meira en 80 ár sem sjálfstæð þjóð eigum við þó á hættu að glata tungumálinu okkar með næstu kynslóðum, fyrst og fremst vegna kæruleysis og þæginda nútímans. Nær ávallt þegar ég les á skilti hér á Írlandi, sem fyrst eru rituð á írsku og síðan á ensku, hugsa ég um íslenskuna. Ég velti fyrir mér hvort skilti á Íslandi verði einnig með þessum hætti í framtíðinni, hvort allt verði á íslensku og síðan á ensku á meðan aðeins rúmlega 2% þjóðarinnar tali „fyrsta tungumálið“ daglega: það væru færri en 10,000 manneskjur miðað við fjölda Íslendinga í dag. Kæru landsmenn, ég vil bara segja þetta: missum ekki málið. Missum það ekki úr greipum okkar og inn í glerskáp, upp á punt - til sýnis. Örvum mál okkar, hnoðum það áfram. Mál er menning, og menning er mál. Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði við Þrenningargarð í Dyflinni, Írlandi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar