Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 18:00 Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Magnús M. Norðdahl lögfræðingur ASÍ ritaði grein sem birtist á Vísi þann 4. desember, Lögmaður á villigötum, í tilefni af grein minni um réttindi hlutastarfandi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg sem birt var á Vísi þann 3. desember sl. Inntak greinar hans var að ég hafi fullyrt í grein minni að beiting reglna nr. 1/90 og 2/90 væri með samþykki stéttarfélaga og væri sú fullyrðing bæði röng og meiðandi. Nefndi hann að ASÍ hefði verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þeirrar mismununar sem reglurnar fælu í sér í garð hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar og gert kröfu um að þeim yrði breytt en án árangurs. Því hafi samtökin í samstarfi við BSRB og BHM kært ríkið til ESA í febrúar sl. vegna á brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf. Staðreyndin er sú að reglur nr. 1/90 og 2/90 voru samþykktar í borgarráði 5. júní 1990 og hafa reglurnar ekki tekið breytingum síðan. Þá tóku lög um starfsmenn í hlutastörfum nr. 10/2004 gildi 1. október 2004 og hafa því gilt í rúm 20 ár. Þó að reglurnar hafi upphaflega verið samdar einhliða af Reykjavíkurborg og þær samþykkar í borgarráði, hafa þær frá setningu verið hluti af kjarasamningum Reykjavíkurborgar og þeirra stéttarfélaga sem semja um kaup og kjör fyrir hönd félagsmanna sinna, í rúm 35 ár. Með því að samþykkja kjarasamning voru stéttarfélögin þannig að samþykkja að reglurnar giltu um slysatryggingu hlutastarfandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Undirritaður reiknar með að stéttarfélög og samtök þeirra þekki vel þau réttindi og skyldur sem samið er um í kjarasamningum. Nefndi Magnús einnig að samtökin hafi verið upplýst um að reglunum hafi ekki verið beitt, sem hann reyndar dró í efa án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Staðreyndin er sú að í framkvæmd hefur Reykjavíkurborg ítrekað hafnað greiðslu bóta með vísan í að tjónþoli hafi ekki slasast í aðalstarfi sínu. Hefur undirritaður þingfest stefnu á hendur Reykjavíkurborg fyrir héraðsdómi til heimtu bóta í einu af málunum, sem ætla má að verði fordæmisgefandi í öðrum sambærilegum málum. Undirritaður hefði glaður upplýst samtökin um hvernig Reykjavíkurborg framfylgdi reglunum í reynd ef eftir því hefði verið leitað í stað þess að spyrja bara Reykjavíkurborg. Því má velta fyrir sér hver er á villigötum í málinu? Höfundur er hæstaréttarlögmaður hjá Fulltingi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun