Reykjavík

Fréttamynd

Páll á­fram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið

Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar.

Innlent
Fréttamynd

Retró-draumur í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Ríki mis­skilningur um hegðun heimilis­lausra

Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja.

Innlent
Fréttamynd

Saka borgar­stjóra um að funda fjarri til að forðast í­búa

Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Deilur barna leiddu til til­raunar til mann­dráps

Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Treystir á að Norður­ál borgi

Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis

Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

Skelin

Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu.

Skoðun
Fréttamynd

Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettis­götu

Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Lifandi tón­list beint í æð allan ársins hring

Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum.

Tónlist
Fréttamynd

Líkams­á­rásir og grunur um í­kveikju í kjallara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Innlent
Fréttamynd

Sið­laust sinnu­leysi í Mjódd

Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust.

Skoðun
Fréttamynd

Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu

Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð.

Innlent
Fréttamynd

Brutu dyrakarm til að bjarga heimilis­manni

Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum.

Innlent