Reykjavík

Fréttamynd

Stefna á að opna sund­laugar í Reykja­vík í fyrra­málið

Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“

Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“

Erlent
Fréttamynd

Öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu lokað

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar á­hyggjur varðandi flótta­menn í JL-húsinu

Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum.

Innlent
Fréttamynd

Innan við helmingur nú hlynntur flug­velli í Vatns­mýri

Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst.

Innlent
Fréttamynd

Burt með mis­munun!

Börnum af erlendum uppruna og reyndar fullorðnum líka er mismunað á Íslandi eftir uppruna og búsetu. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu OECD um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og samanburð við stöðuna í Evrópu dregur vel fram mikilvægi þessa málaflokks.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum rað­hús í Hval­fjarðar­göngum

Byggjum blokkir ofan í Sundahöfn. Setjum hraðahindrun í innsiglingu Reykjavíkurhafnar. Reisum stökkbretti í Kömbunum. Hljóma þessar tillögur skynsamlega? Nei auðvitað ekki. Það eru fleiri slæmar hugmyndir eins og t.d. þessar; Þrengjum að Reykjavíkurflugvelli með byggð í Nýja Skerjafirði og nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík 90 metra frá brautarstefnu 13 og sleppum því að grisja tré í Öskjuhlíð.

Skoðun
Fréttamynd

Engu um að kenna nema „hand­ó­nýtu kerfi“

Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“.

Innlent
Fréttamynd

„Þú hugsar bara: Hver var skotinn?”

Leandro Mulinari afbrotafræðingur frá Svíþjóð segir hlutverk borgaralegra samtaka vanmetið þegar kemur að ofbeldi í litlum samfélögum. Það verði að styrkja hlutverk þeirra. Það sé ekki nóg að skoða hvar og hvenær ofbeldið eigi sér stað heldur líka hvaða áhrif það hefur og hver gæti verið ástæðan. 

Erlent
Fréttamynd

Nýir aðilar ráðast í upp­byggingu Vesturbugtar

Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld.

Innlent
Fréttamynd

JL Gettó

Nú berast fregnir af því að 400 umsækjendur um alþjóðlega vernd skuli hafa búsetu í JL húsinu í Vesturbæ. Það þykir mér varhugaverð ráðstöfun.

Skoðun
Fréttamynd

Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og íþróttakona, segir aldrei hafa verið eins mikilvægt að samfélagið meti kennara að verðleikum. Sjálf sé hún spurð að því hvert hún stefni í framtíðinni líkt og kennarastarfið sé tímabundið starf.

Innlent
Fréttamynd

JL húsið og að éta það sem úti frýs…

Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Kýld niður í kjördæmaviku

„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki.

Skoðun