Reykjavík

Fréttamynd

Reykja­víkur­mara­þonið í beinni á Vísi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála.

Sport
Fréttamynd

Skýjað, lítils­háttar væta og temmi­lega hlýtt

Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum.

Veður
Fréttamynd

Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn

Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn.

Innlent
Fréttamynd

Hella á­fenginu niður og hringja í for­eldra

Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður.

Innlent
Fréttamynd

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.

Innlent
Fréttamynd

HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí

Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Á­fall fyrir RIFF

Skipuleggjendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík urðu fyrir því áfalli aðfaranótt miðvikudags að brotist var inn á skrifstofu þeirra við Tryggvagötu og munum stolið. Biðlað er almennings ef einhver getur hjálpað til við að endurheimta munina.

Innlent
Fréttamynd

Skipar samninga­t­eymi um upp­byggingu Víkings á Markarsvæði

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar.

Innlent
Fréttamynd

Lands­menn allir harmi slegnir

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur telur landsmenn alla harmi slegna vegna máls þar sem starfsmaður leikskólans Múlaborgar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðið „verður að koma í ljós“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka.

Innlent
Fréttamynd

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi

Kynfræðingur segir mikilvægt að foreldrar noti rétt orð um líkama barna svo börn hafi réttan orðaforða og þekkingu til að geta greint frá því þegar brotið er á þeim. Ekki hafa fleiri tilkynningar um brot gegn börnum í leikskólum borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar eða barnavernd frá því að greint var frá því að starfsmaður Múlaborgar væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni í leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Svona verður dag­skráin á Menningar­nótt

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar, Menningarnótt, verður haldin hátíðleg nú á laugardaginn. Gestir hátíðarinnar geta sótt um fjögur hundruð viðburði líkt og lúðrablástur, vöfflukaffi, söngsýningar, listsýningar og tónlistaratriði.

Lífið
Fréttamynd

Fannst heill á húfi

Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn, heill á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Lof­orðið sem borgar­stjóri gleymdi

Stundum gleymast kosningaloforð. Fyrir tæpum þremur árum lofaði Samfylkingin því að börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn í leikskóla. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er ekkert sem bendir til þess að það loforð verði efnt.

Skoðun
Fréttamynd

„Lög­reglan mun grípa fyrr inn í núna“

Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru.

Innlent