Reykjavík Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Tilraun ökumanns til að komast undan lögreglu sem hafði veitt honum eftirför síðdegis í dag endaði ekki betur en svo að bíll hans hafnaði á ljósastaur við Ártúnsbrekku í Reykjavík. Uppákoman hefur valdið nokkrum umferðartöfum á svæðinu til viðbótar við annars nokkuð þunga síðdegisumferð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 13.1.2026 16:00 Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Borgarstjóri Reykjavíkur neitar því að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á mótframbjóðanda sinn í oddvitaslag Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandinn gefur lítið fyrir athugun lögmannanna á lóðaeigum hans, málið skipti hann engu máli. Innlent 13.1.2026 15:05 Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá handtöku um miðjan október síðastliðinn. Innlent 13.1.2026 14:52 Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. Innlent 13.1.2026 14:00 Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10 Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 13.1.2026 07:29 Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11 Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01 „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12.1.2026 20:17 Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. Innlent 12.1.2026 19:20 Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 17:08 Loka lauginni vegna veðurs Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 13:38 Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 12.1.2026 11:52 Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Skoðun 12.1.2026 06:01 Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Karlmennirnir þrír sem voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju eru allir lausir úr haldi. Þeir búa allir í húsinu sem kviknaði í. Innlent 11.1.2026 11:28 Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Skoðun 11.1.2026 11:00 Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Þann 18. apríl 2007 varð einn alvarlegasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur þegar stórbruni braust út í húsnæði við Austurstræti, í hjarta miðborgarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og olli gríðarlegum skemmdum á hluta elstu byggðar borgarinnar, á svæði sem gegnt hafði mikilvægu hlutverki í borgarlífi Reykjavíkur um áratugaskeið. Lífið 11.1.2026 08:02 Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11.1.2026 07:33 Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 11.1.2026 07:17 Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. Innlent 10.1.2026 17:29 Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Innlent 10.1.2026 14:48 Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar. Innlent 10.1.2026 10:39 Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? Innlent 10.1.2026 09:02 Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Pólitík snýst ekki bara um slagorð heldur líka um ábyrgð gagnvart því fólki sem treystir á þjónustu borgarinnar. Þeirri ábyrgð höfum við staðið undir. Skoðum nokkur dæmi af mörgu því sem var að gerast á vegum meirihlutans í borginni á síðasta ári. Skoðun 10.1.2026 07:47 Ný kynslóð Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Skoðun 10.1.2026 07:32 Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi. Innlent 10.1.2026 07:15 Manst þú eftir hverfinu þínu? Breiðholtið í kringum 1980 var algjör draumastaður til að búa á. Að minnsta kosti ef maður var sjö ára með grasgrænu á buxunum og mamma kallaði af svölunum í Suðurhólunum að það væri kominn kvöldmatur. Ég held það hafi verið gaman hjá fullorðna fólkinu líka. Skoðun 10.1.2026 07:01 Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Innlent 9.1.2026 21:02 „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56 Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Innlent 9.1.2026 14:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Tilraun ökumanns til að komast undan lögreglu sem hafði veitt honum eftirför síðdegis í dag endaði ekki betur en svo að bíll hans hafnaði á ljósastaur við Ártúnsbrekku í Reykjavík. Uppákoman hefur valdið nokkrum umferðartöfum á svæðinu til viðbótar við annars nokkuð þunga síðdegisumferð samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Innlent 13.1.2026 16:00
Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Borgarstjóri Reykjavíkur neitar því að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á mótframbjóðanda sinn í oddvitaslag Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandinn gefur lítið fyrir athugun lögmannanna á lóðaeigum hans, málið skipti hann engu máli. Innlent 13.1.2026 15:05
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá handtöku um miðjan október síðastliðinn. Innlent 13.1.2026 14:52
Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. Innlent 13.1.2026 14:00
Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10
Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 13.1.2026 07:29
Skammdegið víkur með hækkandi sól Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja. Innlent 12.1.2026 22:11
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. Innlent 12.1.2026 22:01
„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12.1.2026 20:17
Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. Innlent 12.1.2026 19:20
Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 17:08
Loka lauginni vegna veðurs Klébergslaug á Kjalarnesi hefur verið lokað vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Innlent 12.1.2026 13:38
Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Karlmaður náði að svíkja út síma og verkfæri fyrir hundruð þúsunda króna úr verslunum með því að villa á sér heimildir sem starfsmaður Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Hann hlaut fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og fjársvik. Innlent 12.1.2026 11:52
Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Skoðun 12.1.2026 06:01
Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Karlmennirnir þrír sem voru handteknir í nótt grunaðir um íkveikju eru allir lausir úr haldi. Þeir búa allir í húsinu sem kviknaði í. Innlent 11.1.2026 11:28
Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Á öðrum degi jóla ákvað ég eins og stundum áður að leggja leið mína niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar var reytingur af fólki og andrúmsloftið hið ágætasta. Léttleiki á Laugavegi og stemning á Skólavörðustíg, jólaljósin loguðu fallega á Austurvelli og fólk skemmti sér á skautum á Ingólfstorgi. Skoðun 11.1.2026 11:00
Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Þann 18. apríl 2007 varð einn alvarlegasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur þegar stórbruni braust út í húsnæði við Austurstræti, í hjarta miðborgarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og olli gríðarlegum skemmdum á hluta elstu byggðar borgarinnar, á svæði sem gegnt hafði mikilvægu hlutverki í borgarlífi Reykjavíkur um áratugaskeið. Lífið 11.1.2026 08:02
Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Lögregla á Stöð 4 var kölluð til í vegna flugeldaslyss í gær. Fram kemur í dagbók lögreglunnar hafði þar barn slasað sig og verið sárþjáð þegar lögregla kom á vettvang. Áverkar voru á hönd barnsins sem fært var í sjúkrabifreið og á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Innlent 11.1.2026 07:33
Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Þrír voru handteknir vegna gruns um íkveikju í einbýlishúsi í Breiðholti. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tók við vettvanginum eftir að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti allan eld. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar og tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 11.1.2026 07:17
Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu. Innlent 10.1.2026 17:29
Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Innlent 10.1.2026 14:48
Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Barna- og innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur verið lokað vegna bilunar í loftræstingunni. Aðstæðurnar eru ekki taldar öruggar. Innlent 10.1.2026 10:39
Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega? Innlent 10.1.2026 09:02
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Pólitík snýst ekki bara um slagorð heldur líka um ábyrgð gagnvart því fólki sem treystir á þjónustu borgarinnar. Þeirri ábyrgð höfum við staðið undir. Skoðum nokkur dæmi af mörgu því sem var að gerast á vegum meirihlutans í borginni á síðasta ári. Skoðun 10.1.2026 07:47
Ný kynslóð Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk. Skoðun 10.1.2026 07:32
Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi. Innlent 10.1.2026 07:15
Manst þú eftir hverfinu þínu? Breiðholtið í kringum 1980 var algjör draumastaður til að búa á. Að minnsta kosti ef maður var sjö ára með grasgrænu á buxunum og mamma kallaði af svölunum í Suðurhólunum að það væri kominn kvöldmatur. Ég held það hafi verið gaman hjá fullorðna fólkinu líka. Skoðun 10.1.2026 07:01
Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. Innlent 9.1.2026 21:02
„Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð. Innlent 9.1.2026 15:56
Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki. Innlent 9.1.2026 14:42