Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 12:43 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir að hótanir Eflingarfólks ekkert gera nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem eigi jú að vera hátíð ljóss og friðar. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær. SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag. Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag.
Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira