Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, (t.v.) líkir Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, (t.h.) við trúð og kallar veitingahúsaeigendur og viðskiptavini þeirra sníkjudýr. Vísir Framkvæmdastjóri SVEIT segir málflutning stjórnarmanns í Eflingu verkalýðshreyfingunni til skammar. Stjórnarmaðurinn líkti veitingahúsaeigendum og viðskiptavinum veitingahúsa við sníkjudýr. Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir. Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Sæþór Benjamín Randalsson, stjórnarmaður í Eflingu, lýsti veitingageiranum sem „leikvelli fyrir misheppnuð börn auðmanna“ í færslu sem hann skrifaði á Facebook á mánudag. Eigendur veitingahúsa krefðust hagnaðar af þeim til þess að fjármagna „íburðarmikinn lífsstíl“ sinn. „Eigendur eru sníkjudýraflokkur, sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra,“ skrifaði Sæþór sem situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. Fyrr í færslunni hélt Sæþór því fram að miðstéttarfólki sem sækti veitingastaði hefði verið „mútað“ með löngum hádegisverði, stuttum vinnudögum og háum launum. Með færslunni fylgdi mynd af Aðalgeir Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sem Sæþór hafði teiknað á trúðsgervi. Skjáskot af færslu Sæþórs Benjamíns Randalssonar, stjórnarmanns Eflingar.Skjáskot Aðalgeir segir ummæli Sæþórs sýna viðhorf forsvarsmanna Eflingar svart á hvítu í aðsendri grein sem hann skrifaði á Vísi í morgun. Þau einkennist af málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. „Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira,“ skrifar Aðalgeir. Deilur um meintan „gervikjarasamning“ Forsvarsfólk Eflingar og SVEIT hafa eldað grátt silfur saman að undanförnu. Efling hefur ítrekað sakað SVEIT um að standa að baki Virðingu sem sé „gervistéttarfélag“ sem hlunnfari starfsfólk veitingahúsa. Kjarasamningur sem SVEIT og Virðing hafi undirritað sé „gervikjarasamningur“. Á Þorláksmessu nafngreindi Efling fimm veitingastaði sem félagið hélt fram að stæði að baki Virðingu. Í kjölfarið skrifaði Aðalgeir grein þar sem hann sagði Eflingu stærstu ógnina við starfsöryggi starfsfólks veitingahúsa. Ummæli Sæþórs á mánudags voru sett fram í samhengi við þau orð. Í grein sinni í dag endurbirtir Aðalgeir nokkur ummæla Sæþórs, meðal annars um sníkjudýr og þar sem starfsfólki veitingahúsa var líkt við fanga. „Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða á milli handanna þegar svona hugsanir ráða för?“ skrifar Aðalgeir.
Kjaramál Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30 Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30. desember 2024 11:30
Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. 23. desember 2024 13:40