Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2025 13:40 Veitingahúsið Flame í Katrínartúni hefur nú þurft að greiða starfsmönnum fjórtán milljónir króna í vangoldin laun og réttindi. Vísir/Egill Veitingastaðurinn Flame þarf að greiða þremur fyrrverandi starfsmönnum sínum þrjár og hálfa milljón króna í vangoldin laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness. Greiðslurnar koma til viðbótar við meira en tíu milljónir sem staðurinn hafði áður greitt starfsmönnunum eftir afskipti stéttarfélags. Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Matvæla- og veitingafélag Íslands (Matvís) stefndi veitingahúsinu Flame í Katrínartúni fyrir héraðsdómi fyrir hönd starfsmannanna sem töldu sig eiga inni vangoldin laun. Héraðsdómur Reykjaness felldi dóm í málinu á mánudag og féllst á allar kröfur Matvís, að því er segir í tilkynningu á vef félagsins. Flame þarf að greiða starfsmönnunum þremur þrjár og hálfa milljóna króna auk dráttarvaxta samkvæmt dómnum. Staðurinn hafði áður greitt þeim 10,5 milljónir króna eftir að Matvís gekk á eigendur hans árið 2022. Alls hefur Flame því þurft að greiða starfsmönnunum fjórtán milljónir króna vegna vangoldinna launa og annarra réttinda. Forsaga málsins er sú að Matvís fékk upplýsingar um að starfsmenn Flame hefðu ekki fengið greitt eftir kjarasamningum og lögum sumarið 2022. Starfsmenn vinnueftirlits Matvís heimsóttu staðinn og sögðust hafa upplýst um umfangsmikil brot á starfsfólki. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Matvís bótaskylt vegna þessarar eftirlitsheimsóknar í október. Taldi dómurinn að fulltrúar stéttarfélagsins hefðu bakað eigendum staðarins tjón með því að fá starfsfólk til þess að hætta í vinnunni jafnvel þótt talið hefði verið sannað að það fengi ekki greidd laun í samræmi við lög. Matvís segir í tilkynningu sinni nú að Héraðsdómur Reykjaness hafi staðfest að starfsfólk Flame hafi verið í fullum rétti að ganga úr störfum sínum vegna vanefnda vinnuveitanda síns. Dómurinn sjálfur hefur enn ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47 Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. 1. nóvember 2022 17:47
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06