Kári nýr formaður Sameykis Árni Sæberg skrifar 28. janúar 2025 12:09 Kári Sigurðsson er nýr formaður Sameykis. SAmeyki Kári Sigurðsson, sem verið hefur varaformaður Sameykis, hefur tekið við formennsku hjá félaginu frá og með deginum í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“ Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“
Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira