Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. janúar 2025 16:36 Sigrún Ólafsdóttir er formaður Félags prófessora í ríkisháskólum. Hún hefur miklar áhyggjur af framtíð háskólakerfisins á Íslandi. Háskóli Íslands Prófessorar í ríkisháskólum hafa verið án kjarasamnings í tíu mánuði. Mikill vilji fyrir verkfallsaðgerðum er meðal félagsmanna. Formaður útilokar ekki aðgerðir en mikið starfsálag og lítil nýliðun veldur miklum áhyggjum. „Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum,“ skrifar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, í aðsendri grein á Vísi. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora í ríkisháskólum og prófessor í félagsfræði, segir aðgerðirnar ekki hafa verið nákvæmlega útfærðar en stjórn félagsins skoðar hvaða aðgerðir séu raunhæfar. „Það getur verið allt frá til dæmis að vinna ekki yfirvinnu sem að miðar við það álag sem er á prófessorum almennt. Þá myndi það til dæmis þýða eins og við hefðum ekki tíma til að fara yfir verkefni hjá nemendum, við myndum ekki geta leiðbeint lokaverkefni. Því eins og til dæmis hjá mér, nánast allt sem að kemur að yfirferð á verkefnum geri ég í yfirvinnu,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. 70% félagsmanna vilja verkfallsaðgerðir „Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall,“ skrifar Silja Bára. „Þetta var mjög almennt til að kanna vilja félagsfólks. Þá hvort það væri tilbúið að skrifa undir þann samning sem er á borðinu og þá er staðan þannig hjá okkur að það hefur ekki orðin nein kaupmáttaraukning hjá okkur frá 2016 og í raun kaupmáttarrýrnun. Ef við göngum inn í þessa samninga þá mun það ástand halda áfram allaveganna til 2028. Þannig að við í stjórninni mátum það sem svo að það sé óásættanlegt fyrir okkar hóp,“ segir Sigrún. Telur þú það líklegt að þið þurfið að nýta þessar aðgerðir til þess að láta heyra í ykkur? „Já ég myndi alveg telja það nokkuð líklegt á þessum tímapunkti, ef að allt verði þrautreynt,“ segir Sigrún. Hafa verulegar áhyggjur af langþreytu starfsmanna „Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ skrifar Silja Bára Sigrún tekur undir langþreytu starfsmanna og segist hafa verulegar áhyggjur. „Það er náttúrulega þannig að langflestar deildir háskólans eru undirmannaðar og undirfjármagnaðar,“ segir hún. „Við höfum miklar áhyggjur af til dæmis könnun sem sýnir að 40% akademísks starfsfólks í háskóla eru sem sagt annað hvort komin í kulnun eða komin mjög langt á leið þangað. Það er helmingur lektora.“ Sigrún segir stjórn félagsins í virku samtali við stjórnendur háskólanna til að bæta kjör og aðstæður prófessora. Þá hafi þau beitt miklum þrýstingi til að fá fund með háskólaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra. „Auðvitað er það örþrifaaðgerð að fara í verkfall og auðvitað vonum við öll heitt og innilega að það sé hægt að bæta kjör okkur og aðstæður án þess að til verkfalls komi,“ segir Sigrún. Frekari kröfur á starfsfólk og lítil sem engin nýliðun Hún bendir samt sem áður á mikla erfiðleika innan háskólastéttarinnar. „Við þurfum bæði að fá fólk í framhaldsnám, það er orðið erfitt að ráða í lektorstöður, því þegar fólk heyrir um kjörin, þegar það heyrir hvað það myndi lækka mikið í kjörum þegar það er að fara úr öðrum störfum, til dæmis hjá ríkinu og sveitarfélögum. Sko ég tali nú ekki um það ef það er að koma erlendis frá. Það er erfitt að ráða í ýmsum greinum innan háskólans,“ segir Sigrún. „Þannig það er í raun alltaf verið að setja meiri og meiri kröfur á starfsfólk á meðan það er rýrnun á kjörum og við teljum það óásættanlegt og eins og ég segi þá höfum við bara verulegar áhyggjur af hvert framtíð háskólakerfisins er að stefna þegar við erum að fara sjá þessa verulega erfiðleika með nýliðun og að halda fólki í þessum störfum.“ Háskólar Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum,“ skrifar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, í aðsendri grein á Vísi. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora í ríkisháskólum og prófessor í félagsfræði, segir aðgerðirnar ekki hafa verið nákvæmlega útfærðar en stjórn félagsins skoðar hvaða aðgerðir séu raunhæfar. „Það getur verið allt frá til dæmis að vinna ekki yfirvinnu sem að miðar við það álag sem er á prófessorum almennt. Þá myndi það til dæmis þýða eins og við hefðum ekki tíma til að fara yfir verkefni hjá nemendum, við myndum ekki geta leiðbeint lokaverkefni. Því eins og til dæmis hjá mér, nánast allt sem að kemur að yfirferð á verkefnum geri ég í yfirvinnu,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. 70% félagsmanna vilja verkfallsaðgerðir „Nýlega sendi stjórn félags prófessora frá sér niðurstöður könnunar sem gerð var meðal félagsfólks. Þar kom í ljós að rúmlega 70% prófessora styðja verkfallsaðgerðir í einhverju formi. Það er því raunveruleg hætta á því að opinberir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands séu að missa prófessorana sína í verkfall,“ skrifar Silja Bára. „Þetta var mjög almennt til að kanna vilja félagsfólks. Þá hvort það væri tilbúið að skrifa undir þann samning sem er á borðinu og þá er staðan þannig hjá okkur að það hefur ekki orðin nein kaupmáttaraukning hjá okkur frá 2016 og í raun kaupmáttarrýrnun. Ef við göngum inn í þessa samninga þá mun það ástand halda áfram allaveganna til 2028. Þannig að við í stjórninni mátum það sem svo að það sé óásættanlegt fyrir okkar hóp,“ segir Sigrún. Telur þú það líklegt að þið þurfið að nýta þessar aðgerðir til þess að láta heyra í ykkur? „Já ég myndi alveg telja það nokkuð líklegt á þessum tímapunkti, ef að allt verði þrautreynt,“ segir Sigrún. Hafa verulegar áhyggjur af langþreytu starfsmanna „Starfsfólk háskólanna er langþreytt á endalausum niðurskurði undanfarinna ára og er að þrotum komið. Nýleg rannsókn sýnir að stór hluti akademísks starfsfólks á Íslandi er í hættu á kulnun. Þar er ekki við stjórnendur háskólanna að sakast, heldur stjórnvöld sem hafa ekki fjármagnað háskólastigið þrátt fyrir fögur fyrirheit,“ skrifar Silja Bára Sigrún tekur undir langþreytu starfsmanna og segist hafa verulegar áhyggjur. „Það er náttúrulega þannig að langflestar deildir háskólans eru undirmannaðar og undirfjármagnaðar,“ segir hún. „Við höfum miklar áhyggjur af til dæmis könnun sem sýnir að 40% akademísks starfsfólks í háskóla eru sem sagt annað hvort komin í kulnun eða komin mjög langt á leið þangað. Það er helmingur lektora.“ Sigrún segir stjórn félagsins í virku samtali við stjórnendur háskólanna til að bæta kjör og aðstæður prófessora. Þá hafi þau beitt miklum þrýstingi til að fá fund með háskólaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra. „Auðvitað er það örþrifaaðgerð að fara í verkfall og auðvitað vonum við öll heitt og innilega að það sé hægt að bæta kjör okkur og aðstæður án þess að til verkfalls komi,“ segir Sigrún. Frekari kröfur á starfsfólk og lítil sem engin nýliðun Hún bendir samt sem áður á mikla erfiðleika innan háskólastéttarinnar. „Við þurfum bæði að fá fólk í framhaldsnám, það er orðið erfitt að ráða í lektorstöður, því þegar fólk heyrir um kjörin, þegar það heyrir hvað það myndi lækka mikið í kjörum þegar það er að fara úr öðrum störfum, til dæmis hjá ríkinu og sveitarfélögum. Sko ég tali nú ekki um það ef það er að koma erlendis frá. Það er erfitt að ráða í ýmsum greinum innan háskólans,“ segir Sigrún. „Þannig það er í raun alltaf verið að setja meiri og meiri kröfur á starfsfólk á meðan það er rýrnun á kjörum og við teljum það óásættanlegt og eins og ég segi þá höfum við bara verulegar áhyggjur af hvert framtíð háskólakerfisins er að stefna þegar við erum að fara sjá þessa verulega erfiðleika með nýliðun og að halda fólki í þessum störfum.“
Háskólar Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira