Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:01 Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stéttarfélög Heiðrún Lind Marteinsdóttir ASÍ Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar