Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:01 Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stéttarfélög Heiðrún Lind Marteinsdóttir ASÍ Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum. En það er ekki málefnum til framdráttar að uppnefna fólk og saka það um firringu þegar rætt er um hlutlægar staðreyndir. Forseti ASÍ greinir frá því í grein á Vísi að hann sé ekki sáttur með það að vera sakaður um upplýsingaóreiðu í umræðu um auðlindagjald. Tilefni ummæla forsetans er kurteisisleg ábending mín um að ASÍ hefði í aðdraganda kosninga farið með rangt mál um auðlindagjöld af fiskeldi og sjávarútvegi. Sannast sagna átti ég von á því að ASÍ leiðrétti hina röngu frásögn, en því fór fjarri. Forseti ASÍ sakar mig um „tæknilegan útúrsnúning“ og að „skauta fram hjá aðalatriðum málsins“. Það verður talin nokkuð sérstök orðnotkun þar sem forsetinn kýs sjálfur að skauta efnislega fram hjá öllu sem um var rætt í ábendingu minni. Það skal því áréttað enn á ný að Alþýðusambandið fer ranglega með í framsetningu sinni á auðlindagjaldi í fiskeldi. Sjálfsagt mál er að ASÍ krefjist breytinga á gjaldinu en sambandið verður að sýna því skilning að bent sé á rangfærslur. Fullyrt er á Fésbókarsíðu ASÍ að enginn auðlindaskattur sé í fiskeldi á Íslandi. Þarna er ekki rétt með farið. Orðrétt sagði í frumvarpi til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð frá árinu 2019 að: „Gjald samkvæmt frumvarpinu grundvallast á þeirri aðstöðu að handhafar rekstrarleyfa til sjókvíaeldis njóta takmarkaðra réttinda til hagnýtingar auðlinda.“ Það er varla hægt að orða það skýrar og það er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en hér sé verið að greiða fyrir afnot af hagnýtingu auðlinda. Það kann að vera að ASÍ sé á þeirri skoðun að gjaldið eigi að vera hærra, en að það sé ekki til staðar er hreinlega ekki rétt. Reyndar er það svo að íslensku fyrirtækin hefðu greitt mun minna til ríkisins ef farin hefði verið sama leið og Norðmenn við auðlindagjaldtöku í fiskeldi. Norðmenn greiða auðlindagjald af hagnaði, með ríflegu frítekjumarki og aðeins af þeirri framlegð sem myndast í sjó. Íslensku fyrirtækin greiða af allri framleiðslu – óháð afkomu. Fyrir fimm árum var lögum breytt á Íslandi og nú eru ný leyfi til laxeldis í sjó boðin út. Það hefur því miður ekki gerst enn þá, enda ný svæði ekki verið helguð til eldis. Þessum lögum var breytt á svipuðum tíma í Noregi og örfáum leyfum úthlutað á þessari forsendu. Á þetta benti hagfræðingurinn Karen Ulltveit-Moe sem ASÍ flutti sérstaklega inn á ársþing sitt. Einhverra hluta vegna ákvað ASÍ að skauta fram hjá því. Varðandi spurningu forseta ASÍ um hvort sjávarútvegurinn sé einkamál kvótakónga, sem hann kýs svo ósmekklega að kalla, þá er sjálfsagt að upplýsa hann um að svo er ekki. Kerfið virkar þannig að öll lög og ákvarðanir um sjávarútveg á Íslandi eru á hendi löggjafans. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sammála öllu því sem löggjafinn tekur sér fyrir hendur og áskilja sér allan rétt til að benda á það. Á sama hátt og ASÍ er ekki sammála öllu sem lagt er til á Alþingi og kemur sjónarmiðum sínum rækilega á framfæri þegar það á við. Krafa ASÍ um að þjóðin fái hlutdeild í arði af auðlindum sínum er fullkomlega réttmæt og þannig á það að vera. Og helst af öllum auðlindum. En það veit forseti ASÍ jafnvel og hver annar að sanngjörn eða réttlát hlutdeild er ekki beinlínis auðfundin og sitt sýnist hverjum. Það verður sjálfsagt umdeilanlegt um fyrirsjáanlega framtíð. Það færi betur á því að forseti ASÍ svaraði efnislega þegar á það er bent að sambandið setji fram rangar fullyrðingar. Að drepa málinu á dreif með því að uppnefna fólk og gera því upp firringu svarar ekki spurningunni. Forseti ASÍ bítur svo eiginlega höfuðið af skömminni í svargrein sinni með því að leggja sérstaka áherslu á að: „Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát.“ Hvernig ætli standi á því? Gæti verið að upplýsingaóreiða sem ASÍ neitar að gangast við eigi þátt í því? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar