Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. Innlent 23.7.2025 12:15
Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu. Innlent 22.7.2025 12:14
Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst. Innlent 22.7.2025 08:17
Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Innlent 15. júlí 2025 12:16
Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hlutabréfagreinandi segir lækkun útgerðanna á hlutabréfamarkaði síðustu vikur og mánuði helst mega rekja til hækkunar veiðigjalda. Vel geti verið að fjárfestar snúi sér annað þegar ljóst er að arðgreiðslur félaganna lækki. Viðskipti innlent 15. júlí 2025 12:00
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Innlent 14. júlí 2025 14:16
Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins. Skoðun 10. júlí 2025 07:03
Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Þegar orðin „farmed salmon“ eru slegin inn í Google leitina kemur upp þessi texti og mynd sem hér er fylgir skjáskot af. Myndin sýnir helsærðan eldislax af völdum laxalúsar eða sjúkdóma. Þið getið prófað sjálf að leita í Google að „farmed salmon“. Skoðun 7. júlí 2025 11:32
Ráðherra gengur fram án laga Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur gengið fram með aðgerðum sem fara gegn grunnstoðum fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Með því að úthluta 1.000 tonnum í viðbótar strandveiðiheimildir – án þess að lagagrundvöllur liggi fyrir – er verið að búa til hættulegt fordæmi. Slík stjórnsýsla er hvorki fagleg, lögmæt né forsvaranleg. Skoðun 5. júlí 2025 21:01
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Innlent 4. júlí 2025 16:56
Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Innlent 4. júlí 2025 16:30
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Í frumvarpi til laga um lagareldi frá 2024, sem náði ekki fram að ganga á sínum tíma, var lagt til að Eyjafjörður og Skjálfandi yrðu meðal þeirra friðunasvæða við strendur Íslands þar sem laxeldi í sjókvíum er óheimilt. Skoðun 4. júlí 2025 10:32
Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hafi áhrif á afstöðu hans til veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi þingflokksformaður flokks hans tekur undir gagnrýni á hæfi hans til að fjalla um málið. Innlent 4. júlí 2025 06:31
Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Skoðun 3. júlí 2025 12:31
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. Innlent 2. júlí 2025 16:55
Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar. Innlent 2. júlí 2025 15:46
Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Rannsókn embættis héraðssaksóknara á Samherjamálinu svokallaða er lokið og hefur gögnum verið komið til saksóknara hjá embættinu sem mun taka ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Níu manns – ýmist fyrrverandi eða núverandi starfsmenn Samherja – eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Innlent 2. júlí 2025 12:52
„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Innlent 2. júlí 2025 11:18
Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Sem betur fer hefur okkur Íslendingum gengið vel að skapa hér velferðarsamfélag á forsendum mikillar verðmætasköpunar. Forsenda þess að þessi velgengni haldi áfram er að þeir sem leggja fjármagn í atvinnurekstur fái það til baka með eðlilegri ávöxtun. Skoðun 2. júlí 2025 11:00
80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Skoðun 1. júlí 2025 14:32
„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Innlent 1. júlí 2025 11:51
Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. Innlent 30. júní 2025 17:06
Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Arctic Smolt, sem er í eigu Arctic Fish, hefur fengið rekstrarleyfi fyrir seiðaeldi í Tálknafirði upp á 2,4 þúsund tonna hámarkslífsmassa. Áður hafði fyrirtækið haft leyfi fyrir þúsund tonn af hámarkslífmassa. Viðskipti innlent 30. júní 2025 14:43
Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. Innlent 30. júní 2025 12:00