Björk á forsíðu National Geographic „Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða. Lífið 21.3.2025 11:19
Strandveiðar - afvegaleidd umræða Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð hefur mikil umræða verið um strandveiðar og svokallaða 48 daga sem þeim tengjast. Er engu líkara að hér sé um svo stórt mál að ræða að jafnvel embættisfærslur Bandaríkjaforseta, stríðið í Úkraínu og varnarmál í Evrópu valda minna hugarangri hjá auðugustu öflum í samfélaginu. Skoðun 20.3.2025 15:03
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét Gallup gera í fyrrahaust var spurt hvað svarendum fannst um hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda á Íslandi, og hvort þeim finnist arðurinn sem fæst af þeim sé réttlátur eða ranglátur. Skoðun 18.3.2025 07:03
Segja upp 52 sjómönnum Brim hf. hefur sagt upp tveimur áhöfnum, sem samtals telja 52 manns, á frystitogaranum Vigra RE 71. Allt bendir til þess að yfirstandandi veiðitúr sé síðasti túr skipsins. Viðskipti innlent 8. mars 2025 07:48
Grásleppan úr kvóta! Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Skoðun 6. mars 2025 10:47
Skipverji brotnaði og móttöku frestað Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. Innlent 5. mars 2025 11:25
Forstjórinn á Neskaupstað Ég hef ítrekað lýst yfir furðu minni, hversu lítinn áhuga almenningur hefur á sameiginlegum auðlindum sínum í hafinu. Auðlind sem er undirstaða þess velmegunarþjóðfélags sem við búum í. Hvernig þjóðin hagar nýtingu sinni á þessari auðlind, getur skipt sameiginlegan sjóð landsmanna verulegu máli. Skoðun 3. mars 2025 14:00
Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Loðnurannsóknum Hafrannsóknastofnunar er lokið og ráðgjöf um frekari veiðar verður ekki veitt. Því er ljóst að loðnuvertíðinni þetta árið er lokið en hún var ein sú minnsta sem sögur fara af. Viðskipti innlent 3. mars 2025 12:05
Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? Skoðun 26. febrúar 2025 10:16
Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 13:35
Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðar Engilbertsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri Wisefish. Hann mun stýra sölustarfi félagsins og styðja við áframhaldandi sókn þess á bæði innlenda og erlenda markaði. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 08:23
Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 11:39
„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. Viðskipti innlent 23. febrúar 2025 13:34
Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. Viðskipti innlent 21. febrúar 2025 13:37
Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 22:22
Framtakssjóðurinn IS Haf festir kaup á meirihluta í sænsku tæknifyrirtæki Sérhæfður fjárfestingarsjóður í haftengdri starfsemi hefur náð samkomulagi um að kaupa meirihluta í sænska félaginu NP Innovation, tæknifyrirtæki með vatnsgæðalausnir fyrir landeldi og velti yfir tveimur milljörðum í fyrra, en þetta er önnur erlenda fjárfesting sjóðsins á innan við ári. Með innkomu IS Haf-sjóðsins sem kjölfestufjárfestir í NP Innovation er ætlunin að hraða enn frekari vexti félagsins á komandi árum. Innherji 20. febrúar 2025 13:36
Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. Viðskipti innlent 20. febrúar 2025 13:34
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Viðskipti innlent 19. febrúar 2025 21:42
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Viðskipti innlent 19. febrúar 2025 10:51
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Innlent 18. febrúar 2025 19:31
Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. Viðskipti innlent 18. febrúar 2025 07:49
Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur fundið loðnu norður af Vestfjörðum. Ekki verður ljóst fyrr en eftir helgi hvort magnið sé nægileg viðbót til að unnt verði að gangsetja síðbúna loðnuvertíð og koma þannig í veg fyrir loðnubrest þennan veturinn. Viðskipti innlent 14. febrúar 2025 21:42
Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“ Viðskipti innlent 12. febrúar 2025 14:23
Hinir ósnertanlegu Þjóðin hefur ákveðið að treysta stofnun fyrir sjávarauðlindum sínum. Því ætti að fylgja mikil ábyrgð, en stofnunin er ábyrgðarlaus með öllu. Þetta er líklega eina vísindastofnunin sem til er , sem alltaf kemst að “réttri” niðurstöðu í rannsóknum sínum. Það sem stofunin lætur frá sér, taka ráðamenn undantekingalaust sem “sannleikanum”. Skoðun 11. febrúar 2025 23:03