Verðmætasköpun án virðingar Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Skoðun 22.5.2025 09:01
Daði Már týnir sjálfum sér Í umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra má heyra fullyrðingar stjórnarliða þess efnis að hækkun á veiðigjaldi árið 2012 hefði ekki leitt til mikilla vandræða í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna sé óhætt að stórhækka þau aftur í ár. Þar er verið að vísa til þess að varnaðarorð sjávarútvegsfyrirtækja á sínum tíma um „svartnætti“ og „dómsdagspár“ yfir íslenskum sjávarútvegi hafi ekki átt við nein rök að styðjast og gert lítið úr þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram. Skoðun 22.5.2025 08:30
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslys telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. Innlent 19. maí 2025 12:48
Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð. Lífið 19. maí 2025 10:43
Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Í sjónvarpsfréttum eða kastljósi 6. þ.m. var fólk spurt hvernig því litist á að tekið yrði gjald fyrir veiðileyfi við Ísland. Flestum var létt um svör þar til kom að því að spyrja þau sem kynnt voru sem íbúar í sjávarplássum. Þá vafðist mörgum tunga um tönn. Svarendur báru fyrir sig að vegna vinnu sinnar vildu þeir ekki fella neina dóma í málinu. Skoðun 15. maí 2025 20:32
Atvinnufrelsi! Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn á grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi sem tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal. Skoðun 15. maí 2025 17:31
Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Skoðun 15. maí 2025 07:30
Þegar ríkið fer á sjóinn Grænland rekur sjálft stærsta sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Ísland skattleggur sína. Hvor leiðin gengur betur upp – og fyrir hvern? Skoðun 12. maí 2025 18:00
„Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þjóðina ekki eiga fiskinn í sjónum, fiskurinn eigi sig sjálfur. Það gæti mikils misskilnings um gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi. Hann vill að veiðigjöld verði hækkuð í skrefum næstu tíu árin en ekki tvöfölduð í ár eins og frumvarp ríkisstjórnar gerir ráð fyrir. Innlent 12. maí 2025 09:36
Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Sjávarútvegurinn er tilbúinn í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innlent 11. maí 2025 14:49
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Innlent 11. maí 2025 00:19
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Innlent 10. maí 2025 15:44
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. Erlent 10. maí 2025 12:24
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Í liðinni viku var sett met. Þá gerðu stjórnarandstöðuflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Miðflokkur – sér lítið fyrir og fóru með fyrstu umræðu um frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda í um 27 klukkustundir. Skoðun 10. maí 2025 07:01
Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! “Laxeldi í sjó hefur á undanförnum árum vaxið hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Þessi ört stækkandi atvinnugrein nýtir stórbrotnar auðlindir okkar; hafsvæðið, hreina orku, vatnið og landið sjálft. Í ljósi þess að áðurnefndar auðlindir eru takmarkaðar er mikilvægt að horfa til framtíðar með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þegar kemur að eignarhaldi og stjórn þessa geira.” Skoðun 9. maí 2025 15:00
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Innlent 9. maí 2025 13:24
Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Í gær var frumsýnd mynd eftir David Attenborough sem heitir einfaldlega Ocean, eða Haf. Myndin er sláandi vitnisburður um rányrkju hafsins af hendi mannsins. Togveiðar fá sérstaka útreið þar sem Attenborough líkir botntrollstogurum við jarðýtur sem rífa hafsbotninn með slíkum krafti að „slóð eyðileggingarinnar sést úr geimnum.“ Skoðun 9. maí 2025 12:02
Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Mikil umræða hefur átt sér stað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu veiðigjalda, jafnt á þingi sem og úti í samfélaginu. Sjávarútvegsmál hafa alltaf kallað fram sterkar skoðanir og réttlætiskennd hjá þjóðinni, hvort sem er í umræðum um kvótakerfið, veiðigjöld, eða strandveiðar. Skoðun 9. maí 2025 11:00
„Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun. Innlent 9. maí 2025 10:21
Hvað er verið að leiðrétta? Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Skoðun 9. maí 2025 10:01
Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Skoðun 9. maí 2025 07:29
Lítil Björg dró stóra Hildi í land Björgunarskipið Björg var kallað út um hádegisbil í dag vegna vélarvana skips norður af Rifi. Innlent 8. maí 2025 18:46
Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. Innlent 8. maí 2025 09:15