Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu. Innlent 12.4.2025 15:32
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Innlent 11.4.2025 17:34
Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni. Innlent 11.4.2025 12:31
Fiskurinn í blokkunum Mikið hefur verið rætt og ritað um breytingar á veiðileyfagjöldum, og ég ætla svo sem ekki að bæta miklu við þá umræðu sem slíka. Hins vegar langar mig að fjalla um eina afleiðu þeirra sem snertir okkur öll: húsnæðismarkaðinn. Skoðun 5. apríl 2025 15:00
Hverjir eiga Ísland? Af fréttum RÚV og fréttatengdu efni um veiðileyfafrumvarp ríkisstjórnarinnar má ráða, að máttarstólpar þjóðfélagsins – okkar nýríku milljarðamæringar – sæti ómaklegum ofsóknum af hálfu stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin sé á góðri leið með að „slátra mjólkurkúnni“, sem hingað til hafi fært okkur björg í bú. Skoðun 5. apríl 2025 09:02
Guðmundur í Brimi nýr formaður Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 4. apríl 2025 16:32
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. Innlent 4. apríl 2025 12:05
Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Rúmlega sextíu prósent þjóðarinnar eru hlynntir frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 94 prósent telja að útgerðirnar séu færar um að greiða hærri veiðigjöld en þær gera í dag. Viðskipti innlent 4. apríl 2025 11:53
Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna fiskeldisfélaginu Arnarlaxi að nota fullyrðingu um að laxeldi félagsins væri sjálfbært í markaðsefni sínu og notkun orð- og myndmerkinga sem vísa til þess að lax frá Arnarlaxi sé sjálfbær. Viðskipti innlent 3. apríl 2025 13:24
Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar. Skoðun 3. apríl 2025 12:02
Hve lengi tekur sjórinn við? Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds. Skoðun 3. apríl 2025 11:01
Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að veita umsögn um frumvarp um hækkun á veiðigjaldi innan tilskilins frests vegna þess hve stuttur hann er. Samtökin segja ráðuneytið ekki hafa lagt mat á möguleg áhrif frumvarpsins, hafna faglegri úrvinnslu gagna og upplýstri umræðu. Viðskipti innlent 3. apríl 2025 09:35
Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Grindavík segist vonast til þess að hægt verði að halda áfram störfum þar strax á morgun ef eldgosið verður á þægilegum stað. Þetta er í annað skiptið sem stöðva þarf vinnsluna á vinnutíma vegna yfirvofandi eldgoss. Innlent 1. apríl 2025 09:58
Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Innlent 31. mars 2025 19:35
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Skoðun 31. mars 2025 12:31
Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Útflutningsverðmæti allra fiskeldistegunda jókst um 17 prósent á milli ára og var 53,8 milljarðar króna árið 2024. Þar af var verðmæti laxaafurða um 47,7 milljarðar króna. Viðskipti innlent 31. mars 2025 10:48
Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Skoðun 31. mars 2025 07:30
Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfélags landsins skrifaði nýverið að afkoma greinarinnar mætti ekki við frekari kostnaðarhækkunum eins og leiðréttum veiðigjöldum. Það muni koma í veg fyrir nauðsynlegar fjárfestingar og það sem hann telur eðlilega afkomu greinarinnar. Skoðun 31. mars 2025 07:01
Hugtakastríðið mikla Nú stendur yfir mikið stríð um hugtök. Reynt er að planta þeim hughrifum að nú sé vonda ríkisstjórnin að skattleggja í öreindir hina fátæku smælingja sem eiga stórútgerðarfyrirtæki. Raunin er hins vegar sú að í fyrsta sinn í áratugi á að leiðrétta það ranglæti að útgerðin ákveði sjálf að mestu leiti hversu hátt gjald hún borgar fyrir að veiða fiskinn okkar allra. Skoðun 29. mars 2025 08:01
Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. Viðskipti innlent 28. mars 2025 14:12
Ekki er allt sem sýnist Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Skoðun 28. mars 2025 13:30
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. Viðskipti innlent 28. mars 2025 12:37
Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. Viðskipti innlent 27. mars 2025 16:52
Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Kæra Hanna Katrín, í guðanna bænum ekki bæta við dögum í strandveiðikerfið. Skoðun 27. mars 2025 13:02