Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar 4. desember 2025 10:17 Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun