
Skoðun: Kosningar 2021

Þau elska ykkur bara rétt fyrir kosningar
Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar.

Leiðinlegu loforðin
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”.

Mannréttindi, ekki munaðarvara
Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar.

Umhverfismál eru STÓRA málið
Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Viðreisn fyrir okkur öll!
Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er.

Stöðugleiki fyrir heimilin
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið.

Brauðbakstur ríkisins
Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag.

Virkar Hafrannsóknarstofnun?
Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð.

Stundum partur af Evrópu
Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu.

Á kostnað hvers?
Mikil umræða hefur verið um fiskeldi í opnum sjókvíum að undanförnu, en sjókvíaeldi á Íslandi felst í ræktun laxa þar sem þeir eru geymdir og fóðraðir í netapokum út í sjó þar til sláturstærð er náð.

Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn svo hann uppfyllti kröfur tímans.

Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar
Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Börn án tækifæra
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum.

Færum valdið nær fólkinu
Val er grundvallarforenda frelsis. Því fleiri raunhæfum valkostum sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir, því meira er frelsi hans. Þessi hugsun á við alla þætti mannlífs, ekki síst búsetu.

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst.

Vaxtalaust lán til ríkisins frá landsbyggðinni
Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Spilling og kjaftæði er ekki náttúrulögmál
Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast.

Samtal við múkkann um lýðræðið
Þegar ég fer út á sjó til að hreinsa hugann og anda að mér fersku lofti finnst mér oft gott að spjalla aðeins við múkkann. Þar sem hann flýgur um loftin blá finnst honum stundum erfitt að skilja hvernig maðurinn hleður í kringum sig skrifræði og endalausu bákni.

Lífseigar mýtur um fátækt
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim?

Gleymd börn á gráu svæði
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda.

Er Viðreisn bændaflokkur?
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný.

Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu.

Flestir flokkar sammála um kvótakerfi til að stjórna fiskveiðum
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum.

Ekki vanmeta velferðina
Ég hef oft furðað mig á því hvernig hin pólitíska orðræða virðist oft verða. Það þykir voða fínt að vita allt um hagvöxt, verga landsframleiðslu og vísitölu neysluverðs. En þegar það kemur að fólki, manneskjum og líðan þá hefur mér fundist tónninn dofna.

Þú þarft víst barnabætur!
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Hvernig getum við bætt íslenskan sjávarútveg?
Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi.

Sáttmáli okkar við þjóðina
Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka.

Frelsi frá krónunni
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman.

Það er kosið um jafnréttismál
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn.

Hugrekki til að vera græn!
Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná.