Hugrekki til að vera græn! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 14. september 2021 07:01 Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. En til þess að geta nýtt græna orku í atvinnulífi eða samgöngum þá verður að framleiða hana. Þetta er kjarninn í grein sem ég skrifaði á þessum vettvangi ekki alls fyrir löngu. Ég benti á að ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Lykillinn að velsæld Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum að losa orkumálin úr stöðnun síðustu ára og horfa á það sem máli skiptir. Við verðum að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel umhverfið og komandi kynslóðir. Loftslagsmál, orkuskipti og öflugt grænt atvinnulíf um allt land eru lykilatriði í farsæld okkar á næstu árum. Breytingum í átt til grænna atvinnulífs og umhverfisvænni samgangna fylgir margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á loftslagsmálin þarf vart að tíunda hver gjaldeyrissparnaðurinn verður af því að keyra allar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Fyrirséð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar atvinnustarfsemi og grænna samfélags. Græn framsókn í orkumálum Hér á Íslandi eru vatns-, jarðvarma- og vindorka þeir möguleikar sem vænlegastir eru. Við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að útvega aukna græna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin og spyrja erfiðra spurninga. Stöðnun er ekki í boði. Það þarf græna framsókn í orkumálum. Það þarf hugrekki til að taka fumlausar ákvarðanir til hagsbóta fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Orkumál Umhverfismál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku, umhverfisvænum samgöngum og grænu atvinnulífi. Traustir innviðir um land allt eru lykillinn að slíkri umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við viljum ná. En til þess að geta nýtt græna orku í atvinnulífi eða samgöngum þá verður að framleiða hana. Þetta er kjarninn í grein sem ég skrifaði á þessum vettvangi ekki alls fyrir löngu. Ég benti á að ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Lykillinn að velsæld Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum að losa orkumálin úr stöðnun síðustu ára og horfa á það sem máli skiptir. Við verðum að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel umhverfið og komandi kynslóðir. Loftslagsmál, orkuskipti og öflugt grænt atvinnulíf um allt land eru lykilatriði í farsæld okkar á næstu árum. Breytingum í átt til grænna atvinnulífs og umhverfisvænni samgangna fylgir margvíslegur ávinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á loftslagsmálin þarf vart að tíunda hver gjaldeyrissparnaðurinn verður af því að keyra allar innlendar samgöngur á grænni innlendri orku í stað innfluttra og mengandi orkugjafa. Fyrirséð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar atvinnustarfsemi og grænna samfélags. Græn framsókn í orkumálum Hér á Íslandi eru vatns-, jarðvarma- og vindorka þeir möguleikar sem vænlegastir eru. Við höfum sýnt að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að útvega aukna græna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin og spyrja erfiðra spurninga. Stöðnun er ekki í boði. Það þarf græna framsókn í orkumálum. Það þarf hugrekki til að taka fumlausar ákvarðanir til hagsbóta fyrir umhverfið og komandi kynslóðir. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar