Innlent

Upp­sagnir hjá Morgun­blaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Egill

Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi.

Fram kemur í frétt RÚV að um sé að ræða einn starfsmann fréttadeildar, annan á íþróttadeild og þann þriðja á Smartlandi.

Töluverð fækkun hefur orðið meðal blaðamanna hér á landi undanfarin ár. Stærsti bitinn var vafalítið gjaldþrot Fréttablaðsins árið 2023 þegar um hundrað manns misstu vinnuna á einu bretti. Á sama tíma hefur fjölgað mjög hjá fólki sem sinnir störfum upplýsingafulltrúa og annars konar hagsmunagæslu hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×