Börn án tækifæra Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 14. september 2021 16:31 Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Félagsmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum. Ég þekki það sjálf að vera á örorkubótum — og þann ósegjanlega létti þegar ég komst á almennan vinnumarkað fyrir tveimur árum. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti í vikunni rannsókn um stöðu öryrkja sem unnin var að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að nærri 8 af hverjum 10 eiga erfitt eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót. 40% svarenda segjast ekki geta séð börnum sínum fyrir nauðsynlegum fatnaði og 34% ekki fyrir eins næringarríkum mat og þau telja börnin þurfa. Þá hefur talsverður hluti hópsins átt erfitt með að greiða fyrir tómstundir, leikskólagjöld og skólamáltíðir fyrir börnin sín. Við sem samfélag dæmum börn öryrkja til fátæktar. Þessi börn alast upp við skort á efnislegum gæðum og tækifærum sem önnur börn njóta, vegna þess hvernig stjórnvöld ákveða að skipta kökunni. Afleiðingarnar, sem eru meðal annars hætta á geðheilbrigðis- og fíknivanda, munu jafnvel marka þessi börn alla ævi og hafa auk þess neikvæð áhrif á samfélagið í heild. Dóminn hlutu foreldrar þeirra fyrir þann glæp einan að vera veik eða fötluð. Á meðan samfélagsmiðlar loga yfir framtíðarsýn um ímyndaða ekkju sem gæti sligast af tillögum Samfylkingarinnar um stóreignaskatt, fer lítið fyrir umræðu um fólkið sem þessar aðgerðir munu hjálpa. Til þess að bæta stöðu þeirra sem þurfa að láta lífeyrisgreiðslur duga til að ná endum saman, þarf að stækka sameiginlega sjóði. Samfylkingin leggur til að efstu lög samfélagsins leggi meira til, með því að hrein eign yfir 200 milljónum hjá efsta prósenti samfélagins sé skattlögð. Skatturinn verður 15.000 kr. af hverri milljón umfram 200 milljónir — eitthvað sem ætti ekki að sliga stóreignafólk, en gæti gert gæfumuninn fyrir okkur sem eigum okkur engar gyllivonir um inngöngu í þetta eina prósent. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar, eins og ég skrifaði um á dögunum. Hvað sem fólk reynir að gera til að bæta stöðu sína og barna sinna, mætir því refsivöndur Tryggingastofnunnar. Lítið er um störf fyrir fatlað fólk, en ef þú nærð að finna þér vinnu mæta þér skerðingar. Ef þú hættir þér út á vinnumarkaðinn en það gengur ekki upp, til dæmis vegna heilsuleysis, þá færðu skerðingar af fullum þunga það sem eftir lifir árs og hefur engar launatekjur á móti. Það þarf ekki starfsgetumat og það þarf ekki að auka fjármálalæsi öryrkja. Það þarf að hækka lífeyrinn, taka af ósanngjarnar skerðingar, fjölga störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og auka sveigjanleika svo fólk geti prófað sig áfram á vinnumarkaði. Það eina sem þarf er vilji og virðing fyrir mannlegri reisn. Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun