Virkar Hafrannsóknarstofnun? Gunnar Ingiberg skrifar 15. september 2021 06:00 Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar