Virkar Hafrannsóknarstofnun? Gunnar Ingiberg skrifar 15. september 2021 06:00 Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar