Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2025 11:03 Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar